Neysla heim­ila meiri en áður var tal­ið 

Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024

Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og kann að vera merki um aukna einkaneyslu. Þannig renna gögnin frekari stoðum undir spá okkar um að peningastefnunefnd sjái sér ekki fært að hefja vaxtalækkunarferli á miðvikudaginn. 

Alls nam greiðslukortavelta íslenskra heimila rúmum 120 mö.kr. í júlí og jókst um 3,1% á milli ára, að raunvirði. Innanlands jókst kortavelta íslenskra heimila um 1,2% á föstu verðlagi á milli ára og erlendis jókst hún um 9,8% á föstu gengi.  

Seðlabankinn tilkynnti á föstudag um endurskoðun og uppfærða aðferð við birtingu gagna um greiðslumiðlun. Í ljósi þess hversu verulega fyrirtækjum í greiðslumiðlun og greiðslulausnum hefur fjölgað hafa hagtölur um kortaveltu verið endurbirtar aftur til janúar 2023 með gögnum frá fleiri aðilum en áður.  

Meiri kraftur í hagkerfinu en áður var talið?

Nú sýna gögn Seðlabankans að heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára í hverjum einasta mánuði þetta árið og hefur alls verið 4% meiri það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra. Fyrri tölur bentu til þess að aukningin væri ekki nema 0,6% á milli ára. Því má segja að uppfærðu tölurnar séu vísbendingar um mun meiri eftirspurnarkraft í hagkerfinu en áður var talið, en það rímar ágætlega við þróun verðbólgunnar, sem hefur verið umfram væntingar. Kortaveltugögn eru á meðal þeirra hagvísa sem peningastefnunefnd lítur til við vaxtaákvarðanir, enda gefa þau gjarnan góða vísbendingu um þróun einkaneyslu. Þar sem neysla landsmanna reynist aukast af krafti þrátt fyrir hátt vaxtastig teljum við ólíklegt að peningastefnunefnd telji tímabært að slaka á aðhaldinu.  

Verulega aukin neysla í útlöndum 

Eftir uppfærsluna sést skýrt hversu verulega kortavelta Íslendinga erlendis hefur færst í aukana. Það sem af er ári hefur kortaveltan erlendis verði 6,1% meiri en áður var talið og 13,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, miðað við fast gengi. Það er athyglisvert í ljósi þess að utanlandsferðum Íslendinga hefur ekki fjölgað á milli ára, heldur fækkað um 0,9%. Líklega má því rekja stóran hluta af kortaveltu Íslendinga erlendis til netverslunar. 

Tæplega fjórðungur, eða 24%, af kortaveltu íslenskra heimila í júlí átti sér stað erlendis.  Hlutfallið hefur aukist statt og stöðugt, sem gæti bæði skýrst af hlutfallslega aukinni neyslu Íslendinga á ferðalögum og hlutfallslega aukinni netverslun. Greiðslukortajöfnuður var jákvæður um 15,4 ma.kr. í júlí, svipaður og í fyrra þegar hann var 16,3 ma.kr. í júlímánuði. Almennt er afgangur á sumrin en halli á veturna. Undanfarið hefur það ýmist verið í október eða nóvember sem afgangurinn snýst í halla. Í kortajöfnuði er litið til kortaveltu ferðamanna hér á landi að frádreginni kortaveltu Íslendinga erlendis, en með uppfærslu Seðlabankans kom einnig í ljós að kortavelta ferðamanna hefur verið meiri síðustu misseri hér á landi en áður var talið.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
19. nóv. 2024
Mun verðbólga húrrast niður næstu mánuði? 
Við spáum því að verðbólga lækki nokkuð hratt allra næstu mánuði og í nýlegri verðbólguspá gerum við ráð fyrir að verðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar, sem er talsverð hjöðnun frá núverandi gildum. Það er því ágætt að staldra við og skoða hvaða þættir munu skýra lækkunina, gangi spá okkar eftir. 
Greiðsla
18. nóv. 2024
Vikubyrjun 18. nóvember 2024
Við gerum ráð fyrir því að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,50 prósentustig á miðvikudaginn. Verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs fóru fram í síðustu viku, en við spáum því að verðbólga hjaðni úr 5,1% niður í 4,5%. Tæplega 5% fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í október í ár en í fyrra og kortavelta þeirra hér á landi jókst um 5,4% miðað við fast verðlag. Kortavelta Íslendinga jókst um 6,8% að raunvirði á milli ára í október.
14. nóv. 2024
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig í næstu viku
Verðbólga hefur hjaðnað nokkuð kröftuglega á síðustu mánuðum og við spáum því að hún mælist 4,5% í nóvember. Loks má greina merki um hægari gang í neyslu heimilanna og íbúðaverð virðist vera á minna flugi en áður. Þá virðist eftirspurn eftir vinnuafli hafa minnkað auk þess sem hægt hefur á launahækkunum. Peningalegt aðhald hefur aukist statt og stöðugt og landsframleiðsla gæti orðið lítillega minni á þessu ári en því síðasta.
Epli
14. nóv. 2024
Spáum 4,5% verðbólgu í nóvember
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13% á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1% í 4,5%. Flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga koma til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5% í febrúar á næsta ári.
Selfoss
11. nóv. 2024
Vikubyrjun 11. nóvember 2024
Skráð atvinnuleysi hækkaði lítillega á milli ára í október og halli á vöruskiptajöfnuði jókst aðeins. Hagstofan birti þjóðhagsspá og bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki lækkuðu vexti. Í vikunni fáum við gögn um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila og tölur um veltu greiðslukorta. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni heldur áfram.
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur