Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda kom­in á sama stig og fyr­ir far­ald­ur

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,4% á árinu 2021 eftir verulega minnkun næstu tvö ár þar á undan. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands var heildarlosun hagkerfisins 2021 þó um 21% minni en á árinu 2018.
31. október 2022

Losun frá atvinnulífi á Íslandi minnkaði um 14% 2019 og 20% 2020. Gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna átti hlut að máli árið 2019 og svo brast faraldurinn á 2020. Losun heimila minnkaði um 4% 2019 og svo um 12% á árinu 2020.

Samanburður milli sex fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu á fyrri hluta árs var nær óbreytt milli 2021 og 2022, losun frá atvinnulífi jókst um 0,3% og losun heimila minnkaði um 4,4%.

Stærstur hluti losunar frá heimilum er vegna flutninga. Skráningu rafmagnsbíla heimila tók að fjölga nokkuð á seinni helmingi ársins 2021 og hefur sú þróun haldið áfram sem gæti skýrt minni losun heimila.

Mismunandi þróun meðal atvinnugreina

Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80% af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár. Þetta eru landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma, flutningar á sjó og flutningar með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum.

Mikill stöðugleiki hefur ríkt í losun tveggja fyrstnefndu greinanna síðustu ár. Losun frá landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum var þó 28%  meiri á fyrstu 6 mánuðum í ár en var 2017. Talan fyrir fyrri hluta 2022 er þó úr takti við árin á undan og kann að breytast. Losun við framleiðslu málma var svipuð á fyrri hluta árs 2022 og var á sama tíma 2017.

Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu sex mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Ferðaþjónustan tók ekki almennilega við sér fyrr en í maí á þessu ári þannig að búast má við að losunartölurnar frá flugi fari að nálgast það sem áður var.

Losun frá sjóflutningum minnkaði eilítið á árunum 2018-2020 en jókst svo aftur töluvert 2021. Sé svo litið til fyrstu 6 mánaða áranna 2021 og 2022 virðist sem losun sé að minnka í þeirri grein.

Í þessum tölum Hagstofunnar er litið til losunar frá rekstri íslenskra aðila hvar sem hann á sér stað í heiminum og er notuð sama skilgreining og í þjóðhagsreikningum.

Svipuð staða fyrir heiminn allan

Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,8% í heiminum milli 2019 og 2020 samkvæmt tölum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þá stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið að nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun var ekki raunin þar sem losunin jókst um 7,1% í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Aukningin virðist halda áfram þar sem losun var 3,1% meiri á 1. ársfjórðungi 2022 miðað við sama fjórðung árið áður.

Nýjar og gjörbreyttar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auka ekki bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu, lokun á kaupum á jarðgasi frá Rússlandi og aukin framleiðsla orku með jarðefnaeldsneyti sem mengar meira en gasið hafa breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur