Krónan styrktist í maí
Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í maí. Í lok mánaðarins stóð evran í 147,6 krónum í samanburði við 149,6 í lok apríl. Bandaríkjadalur stóð í 121,0 krónum í lok maí samanborið við 123,8 í lok apríl.
Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 35,5 ma.kr. (237 m.evra) í maí sem er svipað og í apríl. Þar af var hlutdeild SÍ 2,1 ma.kr. (14 m.evra), sem var 5,8% af heildarveltunni. Þetta er minnsta hlutdeild SÍ síðan í febrúar 2020, en í þeim mánuði greip bankinn ekki inn í markaðinn.
SÍ greip inn í tvo daga í maí. Þriðjudaginn 25. maí keypti hann 2 m.evra (0,3 ma.kr.) og fimmtudaginn 27. maí keypti hann 12 m.evra (1,8 ma.kr.).