Samantekt
Hagstofan birtir nóvembermælingu vísitölu neysluverðs (VNV) fimmtudaginn 29. nóvember nk. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,3% hækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 2,8% í 3,3%. Spá okkar nú er 0,1 prósentustigi hærri en spá okkar frá í október. Breytingin skýrist fyrst og fremst af lækkun á gengi krónunnar, en verð á evru hefur hækkað um 4,9% og verð á Bandaríkjadal hefur hækkað um 7,1% milli verðkannanavikna.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Veiking krónunnar síðustu mánuði skilar sér inn í vísitölu neysluverðs (PDF)