Hag­sjá: Mið­borg­in dýr­asta hverf­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2017

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir, Arnanesið. Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað (þ.e. Stekkir, Bakkar, Mjódd, Hólar og Fell) í Reykjavík.
4. júní 2018

Samantekt

Hækkun fermetraverðs á höfuðborgasvæðinu milli áranna 2016-2017 nam 20,1% samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta hækkun í einu hverfi var 48,0% á Arnanesi og minnsta hækkun var 11,2% í miðborginni.

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir. Næst dýrasta hverfið var Arnanesið og í þriðja sæti Seltjarnarnes. Af 10 dýrustu hverfunum á höfuðborgasvæðinu eru 5 í Reykjavík þar sem Laugardalur er í 4. sæti, Grafarholt í 7. sæti og Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti í 8. sæti.

Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað í Reykjavík.

Mesta verðhækkun milli 2016 og 2017 var á Arnarnesi í Garðabæ. Hún nam 48,0%, sem er rúmum 27 prósentustigum yfir meðalhækkun og um 22 prósentustigum meira en hækkunin í Grafarvogi, sem var næst mest, eða um 25,8%. Næst á eftir komu Laugardalur með 24,6% hækkun og Árbær og Norðlingaholt með 23,1% hækkun.

Minnsta verðhækkunin var í miðborginni, eða 11,2%. Þar á eftir komu Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti ásamt Kórum, Hvörfum og Þingi með 13% hækkun.

Frá árinu 2009 hefur Miðborgin almennt verið dýrasta hverfið á meðan Seljahverfi og Breiðholt annað hafa verið þau ódýrustu.

Sé litið á þróun hæsta og lægsta verðs á svæðinu öllu frá árinu 1990 hefur það verð sem hefur mest hækkað 8,8-faldast meðan það hverfi sem hefur tekið minnstu breytingum hefur 5,0-faldast. Sé hins vegar litið á þróunina frá aldamótum hefur verð einstaks hverfis mest 4,8-faldast og minnsta 3,1-faldast.

Undanfarið hefur verð hækkað mest í úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæjarfélögum þess. Ætla má að það skýrist vegna framboðsskorts miðsvæðis í Reykjavík sem hefur valdið aukinni eftirspurn í öðrum hverfum með tilheyrandi verðhækkunum. Þar að auki var verð í eftirsóttustu hverfunum orðið mjög hátt, sem aftur beinir eftirspurninni út í ódýrari hverfi, sem þá hækka enn frekar.

Hvað dýrasta hverfið, miðborgina, varðar voru litlar breytingar á milli ára. Miðborgin heldur áfram sterkri stöðu sinni sem dýrasta hverfið. Sömuleiðis heldur Seljahverfið áfram að vera ódýrasta hverfið á höfuðborgasvæðinu, líkt og undanfarin ár.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Miðborgin dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu 2017 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur