Hag­sjá: Mið­borg­in dýr­asta hverf­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 2017

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir, Arnanesið. Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað (þ.e. Stekkir, Bakkar, Mjódd, Hólar og Fell) í Reykjavík.
4. júní 2018

Samantekt

Hækkun fermetraverðs á höfuðborgasvæðinu milli áranna 2016-2017 nam 20,1% samkvæmt tölum Þjóðskrár. Mesta hækkun í einu hverfi var 48,0% á Arnanesi og minnsta hækkun var 11,2% í miðborginni.

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 502 þús. kr. á m2 sem er um 21% hærra verð en í næsta hverfi á eftir. Næst dýrasta hverfið var Arnanesið og í þriðja sæti Seltjarnarnes. Af 10 dýrustu hverfunum á höfuðborgasvæðinu eru 5 í Reykjavík þar sem Laugardalur er í 4. sæti, Grafarholt í 7. sæti og Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti í 8. sæti.

Ódýrustu hverfin 2017 voru Seljahverfið og Breiðholt annað í Reykjavík.

Mesta verðhækkun milli 2016 og 2017 var á Arnarnesi í Garðabæ. Hún nam 48,0%, sem er rúmum 27 prósentustigum yfir meðalhækkun og um 22 prósentustigum meira en hækkunin í Grafarvogi, sem var næst mest, eða um 25,8%. Næst á eftir komu Laugardalur með 24,6% hækkun og Árbær og Norðlingaholt með 23,1% hækkun.

Minnsta verðhækkunin var í miðborginni, eða 11,2%. Þar á eftir komu Vesturbær, Hlíðar og Háaleiti ásamt Kórum, Hvörfum og Þingi með 13% hækkun.

Frá árinu 2009 hefur Miðborgin almennt verið dýrasta hverfið á meðan Seljahverfi og Breiðholt annað hafa verið þau ódýrustu.

Sé litið á þróun hæsta og lægsta verðs á svæðinu öllu frá árinu 1990 hefur það verð sem hefur mest hækkað 8,8-faldast meðan það hverfi sem hefur tekið minnstu breytingum hefur 5,0-faldast. Sé hins vegar litið á þróunina frá aldamótum hefur verð einstaks hverfis mest 4,8-faldast og minnsta 3,1-faldast.

Undanfarið hefur verð hækkað mest í úthverfum Reykjavíkur og nágrannabæjarfélögum þess. Ætla má að það skýrist vegna framboðsskorts miðsvæðis í Reykjavík sem hefur valdið aukinni eftirspurn í öðrum hverfum með tilheyrandi verðhækkunum. Þar að auki var verð í eftirsóttustu hverfunum orðið mjög hátt, sem aftur beinir eftirspurninni út í ódýrari hverfi, sem þá hækka enn frekar.

Hvað dýrasta hverfið, miðborgina, varðar voru litlar breytingar á milli ára. Miðborgin heldur áfram sterkri stöðu sinni sem dýrasta hverfið. Sömuleiðis heldur Seljahverfið áfram að vera ódýrasta hverfið á höfuðborgasvæðinu, líkt og undanfarin ár.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Miðborgin dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu 2017 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Vikubyrjun 12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.
Flugvöllur, Leifsstöð
6. ágúst 2024
Vikubyrjun 6. ágúst 2024
Gistinóttum erlendra ferðamanna í öllum tegundum skráðra gististaða fækkaði um 1,4% á milli ára í júní. Það er nokkuð minni samdráttur en mældist í fjölda erlendra ferðamanna og erlendri kortaveltu.
1. ágúst 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. ágúst 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur