Útflutningsverð á íslenskum botnfiski í erlendri mynt hefur hækkað hratt frá því um mitt síðasta ár. Á fyrsta ársfjórðungi hafði verð á íslenskum botnfiski hækkað um 20% milli ára en ekki eru til dæmi í gögnum Hagstofunnar um jafn mikla hækkun á svo stuttum tíma. Næstmesta hækkunin var á fjórða ársfjórðungi 2014 en þá nam hækkunin 13,4% milli ára. Verð á matvöru hefur hækkað hratt í helstu viðskiptalöndunum og skýrir það miklar verðhækkanir á íslenskum botnfiski.
Þessi mikla verðhækkun á botnfiski hefur þýtt mikla hækkun á verði sjávarafurða í erlendri mynt en botnfiskurinn hefur hátt vægi í hlutfalli við uppsjávarfisk í útflutningi landsins á sjávarafurðum. Nú á fyrsta fjórðungi hafði verð sjávarafurða alls hækkað um 17,5% miðað við sama tímabil í fyrra og skýrist hækkunin öll af hækkun á botnfiski. Verð á uppsjávarfiski lækkaði um 9,1%.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Met verðhækkanir á íslenskum botnfiski í erlendri mynt