Hag­sjá: Fjár­mál hins op­in­bera á tím­um nið­ur­sveiflu

Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 3,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við sama tímabil fyrra árs. Fjárfestingar ríkissjóðs jukust um 7,7% milli þessara tímabila og fjárfestingar sveitarfélaganna um rúm 15%. Þetta er mun hægari þróun en umfjöllun í fjármálastefnu gefur fyrirheit um og er svo að sjá að opinber fjárfesting hafi fylgt hagvexti síðustu ára nokkuð vel.
16. desember 2019

Samantekt

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 5,5 ma.kr. 3. ársfjórðungi 2019, eða sem nemur 1,8% af tekjum ársfjórðungsins og um 0,7% af landsframleiðslu. Tekjur jukust um 3,4% milli ára og útgjöld um 5,9%. Sé litið á fyrstu 9 mánuði ársins var afkoman neikvæð um rúma 4 ma.kr., eða um 0,4% af tekjum ársins. Þetta er mikil afturför frá sama tíma í fyrra þegar afkoma hins opinbera var jákvæð um 3,3% af tekjum.

Þessa breytingu á afkomu má nær alfarið rekja til ríkissjóðs, en þar hefur afkoman versnað mikið milli ára. Á fyrstu 9 mánuðum 2018 var afkoman jákvæð um 5,4% af tekjum samanborið við jákvæða afkomu upp á 0,4% af tekjum í ár. Afkoma sveitarfélaganna hefur verið neikvæð um u.þ.b. 1,5% af tekjum á báðum tímabilum. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, m.a. í ljósi þess að slakað var á afkomumarkmiðum hins opinbera í vor með endurskoðun fjármálastefnu og nýrri fjármálaáætlun í sama anda.

Stærsti útgjaldaliður hins opinbera er launakostnaður en hann hefur numið um 34% af heildarútgjöldum hins opinbera á þessu ári. Launakostnaður sveitarfélaganna er hlutfallslega mun meiri en hjá ríkissjóði, 47,5% á þessu ári. Launakostnaður ríkissjóðs hefur verið um 23% af tekjum á sama tíma. Frá árinu 2010 hefur launakostnaður hins opinbera verið tæplega 33% af tekjum að meðaltali, um 22% hjá ríkisjóði og tæp 47% hjá sveitarfélögunum.

Mjög áberandi breytingar á útgjöldum snúa að félagslegum tilfærslum til heimila, en þær jukust um tæp 28% á 3. ársfjórðungi 2019 samanborið við síðasta ár og þá hækkun má að miklu leyti rekja til aukningar á útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs. Sé litið á þessi útgjöld á fyrstu 9 mánuðum ársins hafa þau hækkað um tæp 19% milli ára.

Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 3,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins 2019 samanborið við sama tímabil fyrra árs. Fjárfestingar ríkissjóðs jukust um 7,7% milli þessara tímabila og fjárfestingar sveitarfélaganna um rúm 15%. Þetta er mun hægari þróun en umfjöllun í fjármálastefnu gefur fyrirheit um og er svo að sjá að opinber fjárfesting hafi fylgt hagvexti síðustu ára nokkuð vel.

Mikið stökk varð í fjárfestingum ríkissjóðs þegar hann tók við Hvalfjarðargöngunum á 4. ársfjórðungi 2018 og mun sú aðgerð trufla hagtölur um hríð.

Magnvísitala samneyslu hækkaði um 2,8% á fyrstu 9 mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra. Samneysla í gegnum ríkissjóð hækkaði um 1,7%, um 3,4% í gegnum sveitarfélög og 4,9% beint í gegnum almannatryggingar.

Magnvísitala almannatrygginga hefur hækkað mun meira en önnur opinber samneysla allt frá árinu 2014. Munurinn liggur fyrst og fremst í félagslegum tilfærslum til heimila, sem voru um 70 mö.kr. hærri frá almannatryggingum á fyrstu 9 mánuðum 2019 miðað við sama tíma 2013. Eins og áður segir má að miklu leyti rekja þessa aukningu til útgjalda Atvinnuleysistryggingasjóðs. Á sama tíma höfðu tilfærslur ríkissjóðs og sveitarfélaga lækkað um rúma 6 ma.kr.

Hlutur samneyslu af vergri landsframleiðslu (VLF) hefur verið nokkuð stöðugur síðustu ár og var að meðaltali 24,3% 2009-2019. Á síðustu 4 ársfjórðungum var samneysla 24,1% af VLF og hefur því ekki breyst mikið. Samneysla í gegnum ríkissjóð var 11,8% að meðaltali 2009-2018, en 12,1% á síðustu fjórum ársfjórðungum og hefur því aukist eilítið. Að sama skapi hefur hlutur sveitarfélaganna í samneyslunni minnkað, úr 9,8% að meðaltali 2009-2019 niður í 9,3% á síðustu fjórum ársfjórðungum. Hlutur almannatrygginga í samneyslunni er nær óbreyttur.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Fjármál hins opinbera á tímum niðursveiflu (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur