Hag­sjá: At­vinnu­leysi leit­ar upp á við – aðr­ar stærð­ir á vinnu­mark­aði stöð­ug­ar

Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar var atvinnuleysi 6,1% af vinnuafli í maí sem var verulega meira en mánuðina þar á undan og 3,1 prósentustigi hærra en var í maí 2018. Skráð atvinnuleysi samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar var 3,6% í maí sem var eilítið lægra en í apríl.
28. júní 2019

Samantekt

Samkvæmt niðurstöðum mánaðarlegrar vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar er áætlað að rúmlega 210 þús. manns hafi verið á vinnumarkaði í maí 2019, sem jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku. Af þeim voru um 197.500 starfandi og 12.700 atvinnulausir. Atvinnuleysi var því 6,1% af vinnuafli, í maí sem var verulega meira en mánuðina þar á undan, og 3,1 prósentustigum hærra en var í maí 2018. Starfandi voru um 800 færri nú í maí en í maí 2018. Sveiflur milli mánaða eru töluverðar og sé miðað við meðaltal síðustu 12 mánaða var fjölgun starfandi á einu ári 2,7% nú í maí. Í maí 2018 var samsvarandi tala 1,2% og 3,5% í maí 2017.

Tölur Hagstofunnar um atvinnuleysi eru að jafnaði hærri en tölur Vinnumálastofnunar um skráð atvinnuleysi. Sé litið á 12 mánaða hlaupandi meðaltal hefur mæling á skráðu atvinnuleysi yfirleitt verið hálfu til einu prósentustigi lægri en svör úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar gefa til kynna. Undantekning á þessu var á árunum 2009-2010 þegar atvinnuleysi var sögulega mjög mikið. Nú eru þessir tveir ferlar að nálgast hvor annan. Í apríl munaði einungis 0,1 prósentustigi á þessum mælingum og 0,2 prósentustigum í maí. Hagstofan mældi 6,1% atvinnuleysi í maí, sem er hátt á hennar mælikvarða, og Vinnumálastofnun 3,6%, sem var eilítið lægra en í apríl. Báðar mælingar sýna hins vegar töluverða aukningu atvinnuleysis á árinu.

Atvinnuþátttaka í maí var 82,4% en var 82,7% í maí 2018, þannig að atvinnuþátttaka jókst um 0,3 prósentustig milli ára. Sé litið á 12 mánaða meðaltal dróst atvinnuþátttaka saman um 0,1 prósentustig á tímabilinu maí 2018 til maí 2019.

Vikulegar vinnustundir voru að jafnaði 40 í maí og hafði fjölgað um 0,1 stund á einu ári frá maí 2018. Sé miðað við 12 mánaða meðaltal var vinnutíminn nú í maí einnig 0,1 stund styttri en var í maí 2018 og hefur hann verið mjög stöðugur á þann mælikvarða frá upphafi síðasta árs.

Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman jókst vinnuaflsnotkun samfellt á árinu 2018 og einnig á 1. ársfjórðungi 2019. Meginskýringuna hefur verið að finna í sífellt auknum fjölda starfandi á vinnumarkaði. Þannig jókst fjöldi unninna stunda um 2,3% á 4. ársfjórðungi 2018 og 1,8% á fyrsta ársfjórðungi í ár. Nú hefur hins vegar orðið smá breyting þar sem starfandi fólki fækkaði um 0,4% milli maí 2018 og maí 2019. Vinnutími lengdist hins vegar um 0,3% milli ára þannig að vinnuaflsnotkun minnkaði eilítið frá því í maí í fyrra.

Spár um aukið atvinnuleysi eru farnar að raungerast í nýjustu tölum sem komið hafa fram. Flest bendir til þess að atvinnuleysi muni aukast eitthvað á næstu misserum, í kjölfar efnahagslegra áfalla eins og gjaldþrots WOW air og loðnubrests. Atvinnuleysið hefur bitnað einna mest á Suðurnesjum þar sem skráð atvinnuleysi var 6,4% í apríl og 6,6% í maí sem er miklu meira en tvöföldun frá fyrra ári.

Í nýjustu þjóðhagsspá sinni reiknaði Hagfræðideild Landsbankans með því að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 4,5% í ár, 4% á árinu 2020 og 3,5% á árinu 2022.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Atvinnuleysi leitar upp á við – aðrar stærðir á vinnumarkaði stöðugar (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Epli
27. feb. 2025
Verðbólga hjaðnar í 4,2%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Fiskveiðinet
24. feb. 2025
Vikubyrjun 24. febrúar 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.
Fjölbýlishús
21. feb. 2025
Íbúðaverð tók stökk í janúar
Íbúðaverð hækkaði mun meira í janúar en síðustu mánuði. Íbúðaverð hefur verið nokkuð sveiflukennt og óútreiknanlegt undanfarið en stökkið í janúar skýrist af verðhækkun á sérbýli. Íbúðum á sölu hefur fjölgað hratt síðustu mánuði og birgðatími lengst. Grindavíkuráhrifin hafa fjarað út að langmestu leyti og hækkanir á verðtryggðum vöxtum kældu markaðinn undir lok síðasta árs.
Ferðamenn á jökli
19. feb. 2025
Færri ferðamenn en meiri kortavelta 
Um 122 þúsund ferðamenn komu til landsins í janúar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Ferðamenn voru 5,8% færri en á sama tíma í fyrra sem er á skjön við þróun síðustu mánaða, en allt frá því í júlí sl. hefur ferðamönnum fjölgað á milli ára. Þótt ferðamönnum hafi fækkað í janúar hélt kortavelta þeirra áfram að aukast. 
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur