Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn
Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. Í lok nóvember stóð evran í 147,0 krónum samanborið við 149,8 í lok október og Bandaríkjadalur í 129,8 samanborið við 129,4 í lok október. Gengisvísitalan lækkaði (krónan styrktist) um 1,9% í nóvember.
Velta á gjaldeyrismarkaði var 16,4 ma.kr. (101 m.evra) í nóvember og dróst saman um 32% milli mánaða.
Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í febrúar 2020, þ.e. áður en heimsfaraldurinn skall á að fullum þunga, sem SÍ grípur ekki inn í. Nettó sala SÍ á gjaldeyri frá febrúar 2020 er 155 ma.kr. (966 m.evra).
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn