Er­lend korta­velta í júní aldrei ver­ið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Ferðamenn
12. júlí 2022 - Greiningardeild

Frá áramótum hafa um 636.000 erlendir farþegar farið frá Íslandi. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir faraldurinn en brottfarir voru um 900.000 talsins á sama tímabili árið 2019, um 264 þúsund fleiri en í ár. Sá munur skýrist þó helst á fyrstu mánuðum ársins en munurinn á milli mánaða 2022 og 2019 hefur minnkað statt og stöðugt. T.a.m. í janúar á þessu ári voru ferðir erlendra ferðamanna 51% færri miðað við sama mánuð árið 2019 en í júní er þessi munur hins vegar orðinn tæp 10%.

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var 28,3 ma.kr. í júní að nafnvirði , sem samsvarar um 160 þúsund krónum á hvern ferðamann, en erlend kortavelta hefur aldrei mælst jafn há í júnímánuði . Áður hafði kortavelta ferðamanna mælst hæst í júnímánuði 2018 en þá var veltan rúmir 25,5 milljarðar.

Svisslendingar eru eyðsluglaðasta þjóðin en hver Svisslendingur eyddi að meðaltali um 213 þúsund krónum á Íslandi í nýliðnum júnímánuði. Bandaríkjamenn eru hins vegar lang fyrirferðamestir en kortavelta ferðamanna frá Bandaríkjunum var tæp 39% af allri kortaveltu ferðamanna hérlendis í júní. Bandaríkjamenn voru einnig ábyrgir fyrir flestum brottförum í júní, sem kemur ekki á óvart þar sem Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í júnímánuði í um áratug. Brottfarir Bandaríkjamanna voru rúm 30% af heildinni í nýliðnum júnímánuði, á eftir þeim koma Þjóðverjar með rúm 12% og þriðja fjölmennasta þjóðin sem heimsótti landið voru Frakkar sem telja um 6% af heildar brottförum frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Þú gætir einnig haft áhuga á
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur