Er­lend korta­velta í júní aldrei ver­ið meiri

Alls fóru 176.300 erlendir ferðamenn í gegnum Keflavíkurflugvöll í júní. Það er um 90% af komum erlendra ferðamanna miðað við júnímánuð 2019 en um 75% af því sem sást þegar mest lét árið 2018. Kortavelta erlendra ferðamanna hérlendis nam rúmum 28,3 mö.kr. sem er hæsta kortavelta í júní frá því að mælingar hófust.
Ferðamenn
12. júlí 2022 - Greiningardeild

Frá áramótum hafa um 636.000 erlendir farþegar farið frá Íslandi. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir faraldurinn en brottfarir voru um 900.000 talsins á sama tímabili árið 2019, um 264 þúsund fleiri en í ár. Sá munur skýrist þó helst á fyrstu mánuðum ársins en munurinn á milli mánaða 2022 og 2019 hefur minnkað statt og stöðugt. T.a.m. í janúar á þessu ári voru ferðir erlendra ferðamanna 51% færri miðað við sama mánuð árið 2019 en í júní er þessi munur hins vegar orðinn tæp 10%.

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var 28,3 ma.kr. í júní að nafnvirði , sem samsvarar um 160 þúsund krónum á hvern ferðamann, en erlend kortavelta hefur aldrei mælst jafn há í júnímánuði . Áður hafði kortavelta ferðamanna mælst hæst í júnímánuði 2018 en þá var veltan rúmir 25,5 milljarðar.

Svisslendingar eru eyðsluglaðasta þjóðin en hver Svisslendingur eyddi að meðaltali um 213 þúsund krónum á Íslandi í nýliðnum júnímánuði. Bandaríkjamenn eru hins vegar lang fyrirferðamestir en kortavelta ferðamanna frá Bandaríkjunum var tæp 39% af allri kortaveltu ferðamanna hérlendis í júní. Bandaríkjamenn voru einnig ábyrgir fyrir flestum brottförum í júní, sem kemur ekki á óvart þar sem Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í júnímánuði í um áratug. Brottfarir Bandaríkjamanna voru rúm 30% af heildinni í nýliðnum júnímánuði, á eftir þeim koma Þjóðverjar með rúm 12% og þriðja fjölmennasta þjóðin sem heimsótti landið voru Frakkar sem telja um 6% af heildar brottförum frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Erlend kortavelta í júní aldrei verið meiri

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur