Auk­inn halli á við­skipt­um við út­lönd

Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
Flutningaskip
5. júní 2024

Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Afgangur af þjónustujöfnuði nam 13 mö. kr. og 13 ma. kr. afgangur var af frumþáttatekjum. Á móti var 56 ma. kr. halli á vöruviðskiptum og 12 ma. kr. halli á rekstrarframlögum.

Ferðaþjónustan færir okkur lítilsháttar afgang af þjónustutekjum

Eftir að ferðaþjónustan varð stærsta útflutningsgrein landsins hefur verið viðvarandi afgangur af þjónustujöfnuði við útlönd, ef frá eru talin árin sem heimsfaraldurinn gekk yfir. Á sama tíma hefur verið viðvarandi halli á vöruskiptum. Jöfnuður frumþáttatekna hefur ýmist verið neikvæður eða jákvæður eftir því hvernig rekstur álvera hefur gengið, en viðvarandi halli er á rekstrarframlögum, einna helst vegna peningasendinga einstaklinga til annarra í öðrum löndum.

Viðskipti við útlönd fylgir ekki alltaf samsvarandi gjaldeyrisflæði

Hallinn á viðskiptum við útlönd jókst á milli ára á fyrsta ársfjórðungi, úr 19 mö. kr. í 43 ma. kr. Þessi aukni halli er áhugaverður í ljósi þess hversu stöðug krónan hefur verið undanfarið og kann að skýrast að hluta til af því að viðskiptum við útlönd fylgir ekki alltaf samsvarandi gjaldeyrisflæði. Aukin notkun ferðaþjónustufyrirtækja á erlendum færsluhirðum skekkir einnig myndina og veldur því að opinberar tölur kunna að vanmeta útflutning.

Vöruútflutningur dróst meira saman en vöruinnflutningur

Bæði dró úr útflutningi og innflutningu á vörum en vöruinnflutningur dróst saman um 11 ma. kr. á meðan vöruútflutningur dróst saman um 22 ma. kr. Munar hér mest um að útflutningur á sjávarafurðum minnkaði um 6 ma. kr. og útflutningur á áli og álafurðum dróst saman um 15 ma. kr.

Afgangurinn af þjónustujöfnuði minnkaði á milli ára. Minni afgangur skýrist fyrst og fremst af meiri innflutningi á þjónustu sem jókst um 14 ma. kr. á milli ára á meðan útflutningur á þjónustu jókst einungis um 1 ma. kr. milli ára. Innflutningur á fjármálaþjónustu ásamt rannsókna- og þróunarþjónustu var nokkuð áberandi og jókst alls um 8 ma. kr.

Mun minni breyting var á milli ára á jöfnuði frumþáttatekna og rekstrarframlaga, en hvort um sig breyttist um minna en einn milljarð króna á milli ára.

Erlend staða þjóðarbúsins batnaði vegna hækkana á erlendum mörkuðum

Í lok fyrsta ársfjórðungs var hrein erlend staða þjóðarbúsins 1.800 ma. kr. sem samsvarar 41% af vergri landsframleiðslu. Í upphafi fjórðungsins var staðan 1.600 ma. kr. og batnaði því um 200 ma. kr. á fjórðungnum.

Almennt skýrast breytingar á erlendri stöðu annars vegar af fjármagnsjöfnuði (t.d. ef innlendur aðili kaupir erlendar eignir eða tekur erlent lán) og hins vegar af gengis- og verðbreytingum (t.d. ef erlend hlutabréf í eigu innlendra aðila hækka eða lækka í verði). Að þessu sinni hafði fjármagnsjöfnuðurinn nær engin áhrif. Stærsta hreyfingin var að erlendar eignir í gjaldeyrisvarasjóðnum jukust um 120 ma. kr., aðallega vegna útgáfu á 750 m. evru skuldabréfi ríkisjóðs á fjórðungum. En þetta hafði ekki áhrif á hreina erlenda stöðu þar sem á móti kom skuld. Gengis- og verðbreytingar höfðu öllu meiri áhrif. Þar munaði langmestu um að virði erlendra verðbréfa jukust um 210 ma. kr. vegna þess að verð á erlendum verðbréfamörkuðum hækkaði um 8,5%. Hér er meðal annars um að ræða erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur