Ráðgjöf og þjónusta
360° samtal er góð leið til að styrkja sambandið við bankann og kynnast betur þjónustuframboði okkar. Farið er yfir rekstur fyrirtækisins, framtíðaráætlanir og hvernig þjónusta okkar getur nýst sem best.
Við veitum fyrirtækjum yfirgripsmikla og vandaða ráðgjöf um kaup, sölu og samruna fyrirtækja. Reynslumikið starfsfólk Fyrirtækjaráðgjafar tekur vel á móti þér.
Fagfjárfestaþjónusta Landsbankans sér um fjárfestingarráðgjöf, miðlun verðbréfa og gjaldeyris fyrir lífeyrissjóði, vátryggingafélög, eignastýringarfyrirtæki, styrktarsjóði, stofnanir, fjölskylduskrifstofur og fjársterka einstaklinga.
Öflugur hópur sérfræðinga kemur til móts við þarfir stærri fyrirtækja á ólíkum sviðum atvinnulífsins.
Við hjálpum litlum og meðalstórum fyrirtækjum að ná árangri. Sérfræðingar okkar hafa mikla og góða þekkingu á atvinnulífinu og veita alhliða, faglega bankaþjónustu.
Þú finnur mikilvægar upplýsingar um helstu lykilstærðir í bankaviðskiptum félagsins í viðskiptayfirlitunum í netbankanum. Árleg yfirlit eru ókeypis en einnig má panta mánaðarleg yfirlit gegn gjaldi.
Við aðstoðum húsfélög við innheimtu, greiðslu reikninga og árlegt rekstraruppgjör.
Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina
Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.