Fréttir

Lands­bank­inn í sam­starf við LGT Capital Partners

Eignastýring Landsbankans hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega eignastýringarfyrirtækið LGT Capital Partners sem felur í sér að viðskiptavinir Landsbankans geta nú fjárfest í fjölbreyttum fjárfestingasjóðum LGT.
30. ágúst 2018

LGT Capital Partners er leiðandi, sérhæft fjárfestingafyrirtæki með yfir 60 milljarða Bandaríkjadali í stýringu. Á meðal viðskiptavina eru yfir 500 fagfjárfestar frá 37 löndum. Alþjóðlegt teymi yfir 450 sérfræðinga hefur umsjón með fjölbreyttum fjárfestingaleiðum þar sem m.a. er lögð áhersla á sérhæfðar fjárfestingar, eignadreifingu og ávöxtun lausafjár. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Pfaeffikon í Sviss. Fyrirtækið rekur einnig útibú í New York, Dublin, London, París, Vaduz, Dúbaí, Peking, Hong Kong, Tókýó og Sydney.

Fjölbreytt úrval erlendra sjóða

Landsbankinn býður nú þegar upp á miðlun á erlendum hlutabréfum og skuldabréfum á öllum helstu mörkuðum. Einnig býður bankinn upp á milligöngu um kaup í erlendum verðbréfasjóðum hjá þekktum sjóðastýringarfyrirtækjum eins og AllianceBernstein, BlackRock, T. Rowe Price, UBS, Carnegie Funds og í erlendum verðbréfasjóðum sem eru í rekstri hjá Landsbréfum, dótturfélagi Landsbankans.

Tom Haas Carstensen, framkvæmdastjóri Norðurlandastarfs hjá LGT Capital Partners: „Það gleður okkur að hefja samstarf við Landsbankann. Þekking bankans á íslensku atvinnulífi gerir okkur kleift að ná til fleiri fjárfesta. Það er trú okkar að reynsla LGT Capital Partners af sérhæfðum fjárfestingum og því að taka góða stjórnarhætti, umhverfislega og félagslega þætti inn í fjárfestingarákvarðanir, henti mörgum íslenskum fjárfestum.“

Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu hjá Landsbankanum: „Það er afar ánægjulegt að geta bætt sjóðum LGT Capital Partners við fjölbreytt vöruúrval Landsbankans á erlendum mörkuðum og þannig fjölgað fjárfestingarkostum á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki síst ánægð með samstarfið þar sem LGT býr yfir mikill þekkingu og reynslu við mat á fjárfestingakostum með sjálfbærni að leiðarljósi. Það samræmist vel stefnu Landsbankans í samfélagsábyrgð en undanfarin ár hefur bankinn verið í fararbroddi við innleiðingu ábyrgra fjárfestinga.“

Kristín Erla JóhannsdóttirKristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringarþjónustu Landsbankans
Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
5. feb. 2025
Lokanir vegna veðurs
Vegna slæms veðurs loka flest útibú og afgreiðslur Landsbankans fyrr í dag. Útibúin opna aftur á morgun þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartímanum á morgun, þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur