Fréttir

Lands­bank­inn í 1. sæti hjá Sustaina­lytics

Landsbankinn fær bestu einkunn sína hingað til í uppfærðu UFS-áhættumati frá Sustainalytics og er nú í 1. sæti af 423 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu.
17. maí 2021 - Landsbankinn

Við lækkum úr 13,5 niður í 9,7 á skala sem nær upp í 100 og færumst úr öðru sæti í það fyrsta. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi áhættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans: „Við erum gríðarlega stolt af því að komast í lægsta áhættuflokk Sustainalytics. Þessi niðurstaða sýnir að við erum að gera hlutina rétt. Þennan frábæra árangur má þakka mikilli vinnu sem við höfum lagt í sjálfbærni undanfarinn áratug. Meðal nýjustu aðgerða bankans í sjálfbærni er að fá utanaðkomandi endurskoðun á sjálfbærniskýrslu okkar og alþjóðlega vottun á kolefnisjöfnun bankans. Einnig má nefna þætti sem munu skipta enn meira máli í framtíðinni og það er t.d. breytt vinnuumhverfi, fjölbreytni starfa um allt land og að snúa áskorunum upp í tækifæri. Uppfært UFS-áhættumat Sustainalytics, sem metur bankann með hverfandi áhættu, er gott stöðumat á því hvar við stöndum og nú er áskorunin að halda áfram okkar góða starfi því við viljum við vera í fremstu röð.“

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við umhverfismál og félagslega þætti, auk stjórnarhátta sem taldir eru mikilvægir fyrir hvert fyrirtæki út frá undirliggjandi atvinnugreinum. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækis, því hærra er áhættumatið.

Sustainalytics hefur nú mælt UFS-áhættu fyrirtækja í tæpa þrjá áratugi og er meðal þeirra alþjóðlegu matsfyrirtækja sem fjárfestar horfa helst til þegar UFS-áhætta fyrirtækja er skoðuð.

UFS-áhættumat

Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2020

Þú gætir einnig haft áhuga á
21. nóv. 2024
Vel heppnaður fundur um leiðir til að stækka fyrirtæki
Hátt í 200 manns sóttu vel heppnaðan fund um hvernig hægt er að stækka fyrirtæki sem var haldinn í Landsbankanum í Reykjastræti 20. nóvember. Á fundinum fjölluðu eigendur og stofnendur þriggja fyrirtækja um hvernig þau stækkuðu sín fyrirtæki og áskoranirnar sem þau tókust á við.
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur