Korta­velta inn­an­lands dróst sam­an um 7,2% í apríl

Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 5% í apríl, sé hún borin saman við aprílmánuð í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem heildarkortaveltan dregst saman milli ára. Kortavelta Íslendinga innanlands var 7,2% minni en í apríl í fyrra en erlendis jókst hún um 5%. Samdráttur í kortaveltu kann að vera merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu, en þó ber að varast að lesa of mikið í einstaka mánuði.
Símagreiðsla
16. maí 2023

Greiðslukortavelta heimilanna nam 97 mö. kr. í apríl og var 5% minni en í apríl í fyrra, á föstu verðlagi. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 7,2% að raunvirði í apríl en erlendis jókst hún um 5%.

Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega tvö ár sem heildarkortavelta Íslendinga (innanlands og erlendis) dregst saman milli ára, þegar veltan í einum mánuði er borin saman við veltuna í sama mánuði árið áður. Kortaveltan jókst hröðum skrefum eftir því sem hagkerfið komst aftur á flug eftir faraldurinn en með tímanum hægði mjög á aukningunni, eins og við var að búast. Upp á síðkastið hefur stöku mánuði dregið úr kortaveltunni innanlands en kortaveltan erlendis hefur, þar til nú, aukist nægilega mikið til að jafna út samdráttinn innanlands.

Íslendingar á ferðalögum eyða sífellt meiru

78% af kortaveltu heimilanna í apríl var á Íslandi og 22% erlendis, sem er svipað og verið hefur á síðustu mánuðum. Hlutfallið erlendis er þó áfram nokkuð hærra en vaninn var fyrir faraldur.

Í apríl var framlag kortaveltu innanlands til lækkunar (-5,8%) á heildarkortaveltunni og framlagið erlendis til hækkunar (+1%), en þannig hefur það gjarnan verið eftir faraldurinn.

Utanlandsferðum Íslendinga fækkaði um 3% milli ára í aprílmánuði á meðan kortavelta erlendis jókst um 5%, á föstu gengi. Sú þróun heldur því áfram að hver Íslendingur á ferðalagi eyði að jafnaði meiri pening en áður.

Kortaveltuhallinn jókst í apríl

Halli á greiðslukortajöfnuði jókst örlítið á milli mánaða. Kortaveltuhalli þýðir að Íslendingar (heimili og fyrirtæki) eyði meiri pening erlendis en erlendir ferðamenn eyða hér á landi. Hallinn nam rúmum milljarði í mars en um 2,3 milljörðum í apríl.

Alls nam úttekt erlendra debet- og kreditkorta 22 mö. kr. í apríl en íslensk kortavelta (heimila og fyrirtækja) erlendis var samtals 24,3 ma. kr.

Hugsanleg merki um að tekið sé að hægja á einkaneyslu

Kortaveltan á fyrsta fjórðungi þessa árs var kröftugri en við höfðum búist við og heildarkortaveltan jókst í janúar, febrúar og mars. Þar hljóta launahækkanir að hafa spilað stórt hlutverk og trompað áhrif vaxtahækkana sem að öðru óbreyttu ættu að draga úr neyslugetu almennings. Þótt vissulega beri að varast að lesa of mikið í tölur fyrir einn mánuð má vera að kortaveltutölurnar fyrir aprílmánuð séu vísbending um að lítillega sé tekið að hægja á einkaneyslunni.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.
Flutningaskip
10. mars 2025
Vikubyrjun 10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Sendibifreið og gámar
7. mars 2025
Verri niðurstaða í viðskiptum við útlönd
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.
3. mars 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Peningaseðlar
3. mars 2025
Vikubyrjun 3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.
28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% í fyrra
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur