Fréttir

Áhuga­verð er­indi á vel sótt­um sjálf­bærni­degi Lands­bank­ans

Sjálfbærnidagur 2024
5. september 2024

Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.

Á fundinum fjölluðu stjórnendur fimm íslenskra fyrirtækja um árangur og áskoranir í sjálfbærnimálum og einn helsti loftslagssérfræðingur þjóðarinnar fjallaði um afleiðingar loftslagsbreytinga og nauðsynlegar aðgerðir. Matarframleiðendurnir Livefood og Svepparíkið kynntu vörur sínar og gafst fundargestum kostur á að smakka.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sagði m.a. að stóra markmiðið lægi fyrir: Að búa til betri framtíð og takmarka hlýnun jarðar við innan við 1,5 gráður frá iðnbyltingu eins og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Hún ræddi um þá miklu sjálfbærnivinnu sem hefur þegar verið unnin innan bankans, m.a. um að bankinn hafi nú fengið samþykkt vísindalegt markmið í loftslagsmálum, fyrstur íslenskra banka.

Dr. Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar og fagstjóri á Veðurstofu Íslands, fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga og aðgerðir. Hann benti á að það lægi fyrir að loftslagsbreytingar væru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, vék fyrst að árangri af breytingum á siglingakerfi félagsins sem hefðu í senn leitt til minni kostnaðar og dregið úr útblæstri um 8% á milli ársfjórðunga. Breytingarnar byggðu m.a. á því að fjölga krönum í höfnum þannig að hægt væri að lesta og aflesta skipin hraðar sem gæfi svigrúm til að sigla þeim hægar, með tilheyrandi olíusparnaði.

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi, ræddi um áskoranir og tækifæri í sjálfbærninni og um mikilvægi þess að sem flest starfsfólk kæmi að sjálfbærnimálum. Hún ræddi um samsetningu kolefnisspors félagsins sem er að langmestu leyti vegna eldsneytis, enda er félagið umfangsmikið á þeim markaði. Þar á eftir væri losun vegna sölu á rauðu kjöti. Það væri samt engin lausn að Festi hætti að selja eldsneyti, rautt kjöt og aðra mengandi vöruflokka, því þá tækju bara aðrir söluaðilar við eftirspurninni.

Þorvaldur H. Gissurarson, forstjóri og eigandi ÞG Verks, ræddi ítarlega um sjálfbærni í starfsemi fyrirtækisins. Ábyrg sjálfbærnistefna væri afar jákvæð og það væri aðalatriði málsins. Hann ræddi einnig um að sjálfbærnimarkmið sem leidd væru í lög og reglur gætu leitt af sér hærri byggingarkostnað og hækkun íbúðaverðs. Upplifun ÞG Verk væri að undirbúningur stjórnvalda við reglusetningu virtist oft lítill sem enginn, viðmiðunargildi væru almennt ekki staðfærð og reglur ekki aðlagaðar að íslenskum aðstæðum.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds - Bílaleigu Akureyrar, fjallaði um hvernig Bílaleiga Akureyrar hefði frá upphafi lagt áherslu á grunnþætti sjálfbærni. Hann sagði enga launung á því að þegar kæmi að orkuskiptunum liði þeim hjá Höldi svolítið eins og þau væru í bíl á rauðu ljósi í stórhríð. Síbreytilegt rekstrarumhverfi og mikill ófyrirsjáanleiki í aðgerðum hins opinbera væri langstærsta og mesta áskorunin í rekstri félagsins. Það væri mjög þreytandi þar sem Bílaleiga Akureyrar vildi vera virkur þátttakandi í orkuskiptunum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur