Lið Flóaskóla er sigurvegari Skólahreysti 2024
Flóaskóli og Laugalækjarskóli luku keppni með jafnmörgum stigum í æsispennandi úrslitakeppni Skólahreysti í Mýrinni í Garðabæ laugardaginn 25. maí. Báðir skólar hlutu 57,5 stig af 72 mögulegum! Það sem ræður úrslitum þegar skólar eru jafnir af stigum er gengi þeirra í keppnisgreinunum fimm. Flóaskóli var stigahærri en Laugalækjarskóli í þremur keppnisgreinum af fimm og því er Flóaskóli sigurvegari Skólahreysti 2024.
Laugalandsskóli hreppti svo þriðja sætið með 49 stig.
Fjóla Indíana Sólbergsdóttir úr Grunnskólanum austan Vatna gerði flestar armbeygjur, 53 talsins. Bryndís Óskarsdóttir, Langholtsskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 12,48 mínútur. Helgi Reynisson, Flóaskóla, bar sigur úr býtum í upphífingum en hann gerði 52 upphífingar. Svanur Bergvin Guðmundsson úr Holtaskóla átti svo flestar dýfur, alls 46. Laugalækjarskóli átt besta tímann í hraðaþrautinni en þau Lukka Gautadóttir og Daði Logason fóru brautina á 2 mínútum og 8 sekúndum.
Sigurlið Flóaskóla skipa Helgi Reynisson, Ásrún Hansdóttir, Karólína Þórbergsdóttir og David Örn Aitken Sævarsson.
Silfurlið Laugalækjarskóla skipa Þorsteinn Orri Ólafsson, Silva S. Snædahl Agnarsdóttir, Lukka Gautadóttir og Daði Logason.
Bronslið Laugalandsskóla skipa Vikar Reyr Víðisson, Esja Sigríður Nönnudóttir, Helga Fjóla Erlendsdóttir og Steindór Orri Þórbergsson.
Laugalækjarskóli
Laugalandsskóli
Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Holtaskóli, Grunnskóli Húnaþings vestra, Langholtsskóli, Þelamerkurskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn á Hellu, Hraunvallaskóli og Hagaskóli.
Landsbankinn óskar keppendum og skólum þeirra til hamingju með frábæran árangur í vetur.