Fréttir

End­ur­fjármögn­un aldrei ver­ið þægi­legri

Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjölskylda
7. mars 2024 - Landsbankinn

Endurfjármögnun er gerð í fjórum skrefum:

Sækja gögn vegna greiðslumats: Þú veitir okkur leyfi til að sækja upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að gera greiðslumat.

Greiðslumat: Við notum upplýsingarnar til að gera greiðslumat, þ.e. metum mánaðarlega greiðslugetu þína og sýnum þér niðurstöðurnar.

Stilla upp láninu: Þú ákveður hvað lánið á að vera hátt, innan marka greiðslumatsins og hvaða lán þú ætlar að endurfjármagna. Við stillum upp allt að þremur ólíkum lánaleiðum sem þú getur skoðað, stillt nánar og valið á milli.  

Samantekt: Þegar þú hefur ákveðið hvað hentar þér best færðu tækifæri til að fara vandlega yfir umsóknina áður en þú sendir hana inn. Við förum svo yfir umsóknina og höfum samband innan skamms tíma.

Hvergi þægilegra að endurfjármagna

Ekki er langt síðan því fylgdi töluvert umstang að sækja um íbúðalán en á undanförnum árum höfum við einfaldað umsóknarferlið mikið. Fyrir tveimur árum vorum við fyrst til að bjóða upp á rafræna þinglýsingu íbúðalána og við erum enn eini lánveitandinn sem býður upp á þann möguleika.

Þegar frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenningar verður að lögum er ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka endurfjármögnun íbúðalána að öllu leyti í appinu eða á vef bankans. Þegar þú hefur ákveðið hvernig lán þú vilt taka, er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að eftirleikurinn taki bara nokkrar mínútur.

Auðvelt að bera saman ólíka kosti

Á þessu og næsta ári losna fastir vextir á íbúðalánum hjá mörgum og þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvað taki við. Þú getur borið saman ólíka kosti í íbúðalánareiknivélinni okkar hér á vefnum, farið í nýja endurfjármögnunarferlið og séð hvaða leiðir standa þér til boða eða haft samband við íbúðalánaráðgjafa bankans áður en þú tekur lokaákvörðun. Við leggjum áherslu á að bjóða samkeppnishæf kjör og framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu.

Það er einfalt mál að ganga frá lánsumsókn á vefnum eða í appinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
20. sept. 2024
Tveir nemendur hlutu styrk úr Hvatasjóði HR og Landsbankans
Þeir Kacper Skóra og Guilherma Baía Roque hlutu styrki úr Hvatasjóði Háskólans í Reykjavík og Landsbankans 2024.
18. sept. 2024
Vörum við svikasímtölum
Landsbankinn hefur fengið upplýsingar um að undanfarna daga hafi svikarar hringt í fólk hér á landi og haft af þeim fé með ýmis konar blekkingum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur