Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Endurfjármögnun er gerð í fjórum skrefum:
Sækja gögn vegna greiðslumats: Þú veitir okkur leyfi til að sækja upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að gera greiðslumat.
Greiðslumat: Við notum upplýsingarnar til að gera greiðslumat, þ.e. metum mánaðarlega greiðslugetu þína og sýnum þér niðurstöðurnar.
Stilla upp láninu: Þú ákveður hvað lánið á að vera hátt, innan marka greiðslumatsins og hvaða lán þú ætlar að endurfjármagna. Við stillum upp allt að þremur ólíkum lánaleiðum sem þú getur skoðað, stillt nánar og valið á milli.
Samantekt: Þegar þú hefur ákveðið hvað hentar þér best færðu tækifæri til að fara vandlega yfir umsóknina áður en þú sendir hana inn. Við förum svo yfir umsóknina og höfum samband innan skamms tíma.
Hvergi þægilegra að endurfjármagna
Ekki er langt síðan því fylgdi töluvert umstang að sækja um íbúðalán en á undanförnum árum höfum við einfaldað umsóknarferlið mikið. Fyrir tveimur árum vorum við fyrst til að bjóða upp á rafræna þinglýsingu íbúðalána og við erum enn eini lánveitandinn sem býður upp á þann möguleika.
Þegar frumvarp um rafrænar skuldaviðurkenningar verður að lögum er ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að ljúka endurfjármögnun íbúðalána að öllu leyti í appinu eða á vef bankans. Þegar þú hefur ákveðið hvernig lán þú vilt taka, er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að eftirleikurinn taki bara nokkrar mínútur.
Auðvelt að bera saman ólíka kosti
Á þessu og næsta ári losna fastir vextir á íbúðalánum hjá mörgum og þá er eðlilegt að velta fyrir sér hvað taki við. Þú getur borið saman ólíka kosti í íbúðalánareiknivélinni okkar hér á vefnum, farið í nýja endurfjármögnunarferlið og séð hvaða leiðir standa þér til boða eða haft samband við íbúðalánaráðgjafa bankans áður en þú tekur lokaákvörðun. Við leggjum áherslu á að bjóða samkeppnishæf kjör og framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu.
Það er einfalt mál að ganga frá lánsumsókn á vefnum eða í appinu.