Efstur banka í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð
Landsbankinn mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni 2023 hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu og er þetta fimmta árið í röð sem bankinn fær þessa viðurkenningu.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:
„Við erum súperánægð með að Landsbankinn hafi mælst efstur í bankaþjónustu fimmta árið í röð! Ég þakka viðskiptavinum okkar kærlega fyrir og sömuleiðis okkar frábæra starfsfólki sem leggur sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu sem viðskiptavinir eru ánægðir með. Mikil ánægja er sömuleiðis með Landsbankaappið sem er einfalt í notkun, öruggt og býður upp á fjölda aðgerða sem ekki er hægt að framkvæma í öðrum bankaöppum. Á meðal þeirra lausna sem hafa slegið í gegn í appinu er að spara í appi, þar sem bestu innlánsvextirnir á óbundnum reikningi eru í boði, en í fyrra fjölgaði þeim sem nota þessa frábæru og einföldu sparnaðarleið um meira en 50%!
Þótt langflestir viðskiptavinir okkar standi vel og vanskil séu í sögulegu lágmarki finnum við að margir hafa áhyggjur af háu vaxtastigi og verðbólgu, ekki síst þeir sem eru að takast á við hærri greiðslubyrði af íbúðalánum eða eru með íbúðalán á föstum vöxtum sem losna í sumar. Við vonum að sjálfsögðu að aðstæður breytist þannig að hægt verði að lækka vexti á nýjan leik og hvetjum viðskiptavini til að hafa samband til að fá góða ráðgjöf um hvaða leiðir standa til boða í lánum og sparnaði. Við erum til staðar, hvort sem er í gegnum síma, á fjarfundum eða í útibúum um allt land.
Það tekur innan við mínútu að gerast viðskiptavinur og fá þannig aðgang að framúrskarandi persónulegri þjónustu og frábærum stafrænum lausnum sem einfalda fólki lífið. Að vera efst banka í Ánægjuvoginni fimm ár í röð er okkur hvatning til að gera enn betur. Takk fyrir okkur!“