Fréttir

Opn­un­ar­tími stytt­ist í sjö úti­bú­um en þjón­ustu­tími óbreytt­ur

23. ágúst 2023 - Landsbankinn

Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.

Þá mun útibúum fækka um eitt þegar Vesturbæjarútibú í Reykjavík sameinast nýja útibúinu í Reykjastræti 6.

Engar uppsagnir fylgja breytingunum og starfshlutföll haldast óbreytt. Breytingarnar taka sem fyrr segir gildi 13. september.

Opnunartími breytist í kl. 12-15 alla virka daga á eftirfarandi stöðum:

  • Dalvík
  • Grindavík
  • Höfn í Hornafirði
  • Húsavík
  • Hvolsvöllur
  • Ólafsvík
  • Reyðarfjörður

Heimsóknum fækkar og aðgerðum í appi og netbanka fjölgar

Ástæðan fyrir breytingunum er að heimsóknum viðskiptavina í útibú heldur áfram að fækka, í takt við aukna notkun á appi og netbanka. Þá fjölgum við stöðugt aðgerðum sem mögulegt er að framkvæma í appinu eða netbankanum. Erindum sem aðeins er hægt að leysa í útibúi hefur því fækkað.

Starfsfólk á landsbyggðinni veitir þjónustu óháð búsetu

Starfsfólk í útibúum á landsbyggðinni hefur á undanförnum árum í auknum mæli tekið þátt í að veita ráðgjöf og þjónustu í gegnum síma, í gegnum tölvupóst eða á fjarfundum, óháð búsetu viðskiptavina. Sem dæmi má nefna að árið 2022 voru um 60% af bókuðum ráðgjafarsamtölum veitt af starfsfólki á landsbyggðinni og á þessu ári hafa þau alls veitt tæplega 10.000 viðskiptavinum aðstoð í gegnum síma. Með því að stytta opnunartíma fær starfsfólkið meira svigrúm til að sinna þessum verkefnum. Áhersla okkar á vera til staðar um allt land er óbreytt.

Hraðbankar áfram í Vesturbæ

Heimsóknum í Vesturbæjarútibú hefur fækkað töluvert á undanförnum árum og var því ákveðið að það myndi sameinast nýja útibúinu í Reykjastræti 6 sem opnar 13. september. Starfsfólk í Vesturbæjarútibú heldur áfram störfum í öðrum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu. Hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki verða áfram aðgengileg í Vesturbænum.

Eftir þessar breytingar mun bankinn reka 35 útibú og afgreiðslur um allt land, þar af sex á höfuðborgarsvæðinu.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur