Fréttir

Lands­bank­inn styð­ur við Leikni

2. júní 2023

Íþróttafélagið Leiknir og Landsbankinn undirrituðu í dag samstarfssamning til þriggja ára sem mun nýtast Leikni við að efla afreksstarf félagsins og fjölga iðkendum í hverfinu. Við erum betri saman!

Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir: „Félagið okkar hefur miklum skyldum að gegna í Breiðholti, ekki síst vegna þeirra áskorana sem fjölþjóðlegur bakgrunnur íbúa færir okkur. Til þess að sinna þessum skyldum þarf Leiknir stuðning og það er mikilvæg viðurkenning að Landsbankinn sýni okkur samstöðu í verki.“

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélagssviðs Landsbankans, segir: „Landsbankinn styður við íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land með margvíslegum hætti og það er í takt við okkar áherslur að styðja gott starf Leiknis í Breiðholti. Íþróttir hafa ótvírætt forvarnargildi, þær tengja íbúana saman og stuðla að betra samfélagi.“

Á myndinni er hluti af leikmönnum meistaraflokks karla í Leikni ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélagssviðs Landsbankans. Leikmenn f.v.: Daníel Finns Matthíasson, Róbert Quental Árnason, Andi Hoti, Shkelzen Veseli, Omar Sowe og Karan Gurung.

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur