Landsbankinn styður við Leikni
Íþróttafélagið Leiknir og Landsbankinn undirrituðu í dag samstarfssamning til þriggja ára sem mun nýtast Leikni við að efla afreksstarf félagsins og fjölga iðkendum í hverfinu. Við erum betri saman!
Oscar Clausen, formaður Leiknis, segir: „Félagið okkar hefur miklum skyldum að gegna í Breiðholti, ekki síst vegna þeirra áskorana sem fjölþjóðlegur bakgrunnur íbúa færir okkur. Til þess að sinna þessum skyldum þarf Leiknir stuðning og það er mikilvæg viðurkenning að Landsbankinn sýni okkur samstöðu í verki.“
Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélagssviðs Landsbankans, segir: „Landsbankinn styður við íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land með margvíslegum hætti og það er í takt við okkar áherslur að styðja gott starf Leiknis í Breiðholti. Íþróttir hafa ótvírætt forvarnargildi, þær tengja íbúana saman og stuðla að betra samfélagi.“
Á myndinni er hluti af leikmönnum meistaraflokks karla í Leikni ásamt Söru Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Samfélagssviðs Landsbankans. Leikmenn f.v.: Daníel Finns Matthíasson, Róbert Quental Árnason, Andi Hoti, Shkelzen Veseli, Omar Sowe og Karan Gurung.