Styttri binditími og betri ávöxtun á verðtryggðum sparnaði
Landsbók er verðtryggður reikningur sem hentar vel þeim sem vilja að sparnaður haldi sem best verðgildi sínu.
Nú bjóðum við styttri binditíma á innstæðum á nýrri verðtryggðri Landsbók, eða 11 mánuði í stað þriggja ára, og greiðum út af reikningnum 31 degi eftir að viðskiptavinur pantar úttekt. Að 11 mánaða binditíma loknum er innistæða alltaf laus til útborgunar með 31 dags fyrirvara.
Verðbólga hefur verið 9,5% sl. 12 mánuði. Með því að hafa sparnað á verðtryggðum reikningi færð þú verðbætur í samræmi við verðbólguna. Til viðbótar við verðtrygginguna ber reikningurinn nú 0,55% vexti og eru það hagstæðari kjör en bjóðast annars staðar á sambærilegum reikningum.
Við styttum um leið biðtímann eftir úttekt af öðrum verðtryggðum sparireikningum, þannig að tími frá pöntun á úttekt til útborgunar sem áður var þrír mánuðir verður nú 31 dagur.
Þessar nýjungar tengjast breytingu á reglum sem taka gildi 1. júní 2023 og felur í sér að innstæður á verðtryggðum sparireikningum þurfa ekki lengur að vera bundnar að lágmarki í þrjú ár.
Landsbók er bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Það er einfalt mál að stofna Landsbók í appinu og netbankanum.