Afgreiðslutími á Kópaskeri og Raufarhöfn breytist í sumar
Afgreiðslutími Landsbankans á Kópaskeri og Raufarhöfn mun breytast í sumar og gilda breytingarnar frá 1. maí til 30. september.
Á báðum þessum stöðum hefur verið opið alla daga vikunnar frá kl. 12-15 en í sumar verða afgreiðslurnar opnar tvo daga í viku hvor:
- Kópasker: Opið miðvikudaga og föstudaga frá kl. 12-15.
- Raufarhöfn: Opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 12-15.
Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að panta tíma í ráðgjöf á Kópaskeri og Raufarhöfn utan þessa afgreiðslutíma í gegnum vef bankans.
Afgreiðslutími Landsbankans á Þórshöfn er óbreyttur, þ.e. frá kl. 12-15 alla virka daga.
Alls starfa fimm manns í þremur stöðugildum í afgreiðslum bankans á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn. Þegar starfsfólkið er ekki að sinna afgreiðslu eða aðstoða viðskiptavini við að nýta sér stafræna bankaþjónustu taka þau þátt í að veita þjónustu við viðskiptavini annars staðar á landinu, s.s. að með því að svara símtölum og tölvupóstum sem berast til Þjónustuvers Landsbankans, veita ráðgjöf á fjarfundum og fleira. Hluti af störfum þeirra, líkt og annars starfsfólks í útibúaneti Landsbankans, eru því óháð staðsetningu.









