Fréttir

Öfl­ugt sjálf­bærniteymi vinn­ur að vax­andi verk­efn­um

Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir tók við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans árið 2022. Hún hefur starfað við sjálfbærnimál í rúmlega áratug, fyrst sem sjálfstæður ráðgjafi, en hún gekk til liðs við bankann árið 2019. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands en einnig er hún menntaður klæðskeri. Aðalheiður er varaformaður Festu, miðstöðvar um sjálfbærni og er fulltrúi Festu í Loftslagsráði.

Með henni í teyminu eru Árni Páll Árnason og Jón Ragnar Guðmundsson. Árni Páll er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður í Hagfræðideild Landsbankans. Jón Ragnar er með B.Sc.-gráðu í heilbrigðisverkfræði og M.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jón Ragnar starfaði áður sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Orkustofnun.

Sjálfbær fjármögnun

Sjálfbærnistefna Landsbankans er innleidd í starfsemi allra sviða bankans, skilgreinir helstu áherslur okkar í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni.

Meðal verkefna sjálfbærniteymisins er umsjón með sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og að tryggja að hún sé í samræmi við kröfur markaðarins um sjálfbær fjármál. Fyrirtæki sem uppfylla kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar geta fengið sjálfbæra fjármögnun og fengið því til staðfestingar sjálfbærnimerki Landsbankans.

Vísindalegt markmið í loftslagsmálum

Þá vinnur teymið nú að því að að gera bankanum kleift að setja sér vísindalegt markmið í loftslagsmálum (e. science-based target) sem verði samþykkt af samtökunum Science-Based Targets initiative. Markmiðið beinist að samdrætti í óbeinni losun Landsbankans frá útlánum í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali frá iðnbyltingu. Önnur verkefni eru m.a. að reikna út óbeina losun frá lána- og eignasafni bankans og upplýsingagjöf í tengslum við græna skuldabréfaútgáfu Landsbankans, svokölluð áhrifaskýrsla (e. impact report). Teymið ber einnig meginábyrgð á innleiðingu á nýjum reglum sem tengjast flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og SFDR-reglugerðinni. Þá vinnur teymið með samtökunum PBAF sem eru að þróa aðferðarfræði til að mæla áhrif fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni.

Nánar er fjallað um sjálfbærnistarf bankans í sérstökum kafla í árs- og sjálfbærniskýrslunni sem kom út í febrúar.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Á myndinni hér að ofan eru Árni Páll Árnason, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Jón Ragnar Guðmundsson.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur