Fréttir

Öfl­ugt sjálf­bærniteymi vinn­ur að vax­andi verk­efn­um

Sjálfbærniteymi
2. mars 2023

Landsbankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni, enda gerir markaðurinn kröfu um að málaflokknum sé sinnt vel, viðskiptavinir hafa áhuga á þessum málum og regluverk í kringum málaflokkinn færist í aukanna. Sjálfbærnistarf bankans hefur aukist að umfangi og hjá bankanum starfar öflugt sjálfbærniteymi.

Aðalheiður Snæbjarnardóttir tók við nýrri stöðu sjálfbærnistjóra Landsbankans árið 2022. Hún hefur starfað við sjálfbærnimál í rúmlega áratug, fyrst sem sjálfstæður ráðgjafi, en hún gekk til liðs við bankann árið 2019. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc.-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands en einnig er hún menntaður klæðskeri. Aðalheiður er varaformaður Festu, miðstöðvar um sjálfbærni og er fulltrúi Festu í Loftslagsráði.

Með henni í teyminu eru Árni Páll Árnason og Jón Ragnar Guðmundsson. Árni Páll er með B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og starfaði áður í Hagfræðideild Landsbankans. Jón Ragnar er með B.Sc.-gráðu í heilbrigðisverkfræði og M.Sc.-gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Jón Ragnar starfaði áður sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Orkustofnun.

Sjálfbær fjármögnun

Sjálfbærnistefna Landsbankans er innleidd í starfsemi allra sviða bankans, skilgreinir helstu áherslur okkar í sjálfbærni og lýsir því hvernig við hyggjumst tileinka okkur þær í starfseminni.

Meðal verkefna sjálfbærniteymisins er umsjón með sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og að tryggja að hún sé í samræmi við kröfur markaðarins um sjálfbær fjármál. Fyrirtæki sem uppfylla kröfur sjálfbæru fjármálaumgjarðarinnar geta fengið sjálfbæra fjármögnun og fengið því til staðfestingar sjálfbærnimerki Landsbankans.

Vísindalegt markmið í loftslagsmálum

Þá vinnur teymið nú að því að að gera bankanum kleift að setja sér vísindalegt markmið í loftslagsmálum (e. science-based target) sem verði samþykkt af samtökunum Science-Based Targets initiative. Markmiðið beinist að samdrætti í óbeinni losun Landsbankans frá útlánum í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C að meðaltali frá iðnbyltingu. Önnur verkefni eru m.a. að reikna út óbeina losun frá lána- og eignasafni bankans og upplýsingagjöf í tengslum við græna skuldabréfaútgáfu Landsbankans, svokölluð áhrifaskýrsla (e. impact report). Teymið ber einnig meginábyrgð á innleiðingu á nýjum reglum sem tengjast flokkunarkerfi Evrópusambandsins (EU Taxonomy) og SFDR-reglugerðinni. Þá vinnur teymið með samtökunum PBAF sem eru að þróa aðferðarfræði til að mæla áhrif fjármálafyrirtækja á líffræðilega fjölbreytni.

Nánar er fjallað um sjálfbærnistarf bankans í sérstökum kafla í árs- og sjálfbærniskýrslunni sem kom út í febrúar.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2022

Á myndinni hér að ofan eru Árni Páll Árnason, Aðalheiður Snæbjarnardóttir og Jón Ragnar Guðmundsson.

Þú gætir einnig haft áhuga á
18. nóv. 2024
Landsbankinn styrkir Krýsuvíkursamtökin í nafni Framúrskarandi fyrirtækja
Líkt og undanfarin ár veitti Landsbankinn styrk til góðs málefnis í nafni allra þeirra fyrirtækja sem hlutu viðurkenningu Creditinfo sem Framúrskarandi fyrirtæki. Að þessu sinni rann styrkurinn, fjórar milljónir króna, til Krýsuvíkursamtakanna.
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur