Fréttir

Sig­ur­veg­ar­ar Gul­leggs­ins 2023

13. febrúar 2023 - Landsbankinn

Viðskiptahugmyndin Better Sex sigraði í Gullegginu 2023, frumkvöðlakeppni Klak - Icelandic Startups. Better Sex er streymisveita fyrir fullorðna með faglegum og skemmtilegum fróðleik um kynlíf. Teymið skipa þau Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.

Í öðru sæti var SoulTech, hugbúnaður sem aðstoðar sálfræðinga við að veita meðferðir. Í SoulTech teyminu eru þau Davíð Haraldsson, Stefán Ólafsson, Pétur Örn Jónsson, Bryndís Jóhannsdóttir og Hrefna Líf Ólafsdóttir.

Í þriðja sæti var StitchHero. StitchHero er öflugur hönnunarhugbúnaðar með þægilegu viðmóti sem umbreytir hönnun í nýtanlega prjónauppskrift. Þórey Rúnarsdóttir og Marta Schluneger mynd teymið á bak við verkefnið.

Vinsælasta teymið, kosið af áhorfendum, var PellisCol. PellisCol ætlar að þróa hágæða náttúrulegar húðvörur úr hreinu íslensku kollageni. Teymið skipa þau Íris Björk Marteinsdóttir og Ívar Örn Marteinsson.

Á Vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlaunahugmyndirnar og þær tíu stigahæstu í keppninni.

Sara Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Samfélags Landsbankans, segir: „Nýsköpun er og verður úrslitaatriði þegar kemur að framtíð atvinnulífs og samkeppnishæfni á Íslandi. Þess vegna erum við hjá Landsbankanum mjög ánægð með að geta stutt við jafn skapandi verkefni og Gulleggið. Við leggjum áherslu á að vera þátttakandi í nýsköpunarverkefnum frá því að hugmynd verður til, við fjármögnun í uppbyggingu og í traustum rekstri til framtíðar. Gulleggið er mikilvægur liður í því, eins og sjá má á öllum þessum framúrskarandi verkefnum.”

Klak - Icelandic Startups hefur staðið að keppninni árlega allt frá árinu 2008 en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Fjölmörg verkefni sem tekið hafa þátt í gegnum tíðina hafa notið mikillar velgengni, m.a. Controlant, Meniga, PayAnalytics og Genki. 

Rúmlega 100 hugmyndir bárust í keppnina að þessu sinni og sóttu þátttakendur vinnusmiðjur, námskeið og fengu þjálfun í mótun viðskiptahugmynda. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.

Nánar um Gulleggið

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur