Landsbankinn breytir föstum vöxtum
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,50 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,45 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,30 prósentustig.
Innlánsvextir á fastvaxtareikningum með sex mánaða bindingu hækka um 0,15 prósentustig, vextirnir hækka um 0,30 prósentustig ef bindingin er 12 mánuðir og um 0,50 prósentustig ef bindingin er 24 mánuðir.
Ný vaxtatafla tekur gildi 16. júní.