Fréttir

Átt­aði sig á bitco­in-svik­un­um á miðj­um fræðslufundi

Það segir sína sögu um hversu algeng netsvik eru að einn fundargesta á fræðslufundi Landsbankans fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttaði sig á því á fundinum að hann væri fórnarlamb svika.
Netöryggi
16. maí 2022

Fundurinn var haldinn sl. fimmtudag og tókst afar vel en um 70 manns sóttu fundinn. Á fundinum fjallaði Brynja María Ólafsdóttir í Regluvörslu Landsbankans um algengar aðferðir til netsvika og hvernig mætti varast þær. Hún ræddi m.a. um að svikarar óska oft eftir því að fá að taka yfir tölvur þeirra sem þeir ætla að svíkja, gjarnan með forritinu AnyDesk. Þegar Brynja hafði sagt frá þessu gaf einn fundargesta sig á tal við annan starfsmann bankans, sem einnig var á á fundinum, og lýsti svikum af einmitt þessu tagi.

Um var að ræða viðskiptavin bankans sem hafði fyrir stuttu séð auglýsingu frá erlendu fyrirtæki um fjárfestingar í bitcoin á netinu, smellt á hlekkinn og lýst áhuga á kaupum. Í kjölfarið hafði maður samband og kynnti sig sem starfsmann þessa fyrirtækis. Í kjölfarið óskaði hann eftir að fá að ganga frá kaupunum á bitcoin með því taka yfir tölvuna með AnyDesk og notaði hann þennan aðgang til að færa 1.000 evrur af greiðslukortinu. Nokkrum dögum síðar var aftur hringt frá fyrirtækinu og nú snerist símtalið um að hann ætti að taka lán upp á eina milljón og fjárfesta meira – enda gróðavonin mikil. Þessu var fylgt eftir með fleiri símtölum. Viðskiptavininn fór að gruna að ekki væri allt með felldu og áttaði sig endanlega á svikunum á fundinum, að hann væri í raun staddur í miðri svikamyllu. Peningurinn sem tekinn var af kortinu hans var aldrei fjárfest í bitcoin heldur var um hrein og klár svikabrögð að ræða.

Á fundinum gátum við lokað netbankanum hans, maðurinn frysti greiðslukortið sitt í appinu og fékk leiðbeiningar um að láta fagaðila fara yfir tölvuna til að farga mögulegum vírusum og fleira. Hann fór síðan í næsta útibú bankans til að stofna nýjan aðgang að netbanka og fá frekari aðstoð.

Því miður er peningurinn að öllum líkindum glataður en komið var í veg fyrir meira tjón. Þau svik sem maðurinn varð fyrir nefnast fjárfestasvik og eru því miður alltof algeng hér á landi. Dæmi eru um að einstaklingar hafi tapað tugum milljóna í svikum sem þessum.

Besta vörnin gegn netsvikum er fræðsla og umræða. Í nýrri grein fjallar Brynja um hættu á netsvikum, m.a. um mikilvægi þess að ræða um hætturnar við ættingja og vini sem ekki eru vön að stunda verslun eða viðskipti á netinu.

Ekki smella á hlekkinn – og ekki falla í gildruna (grein eftir Brynju um netöryggismál).

Brynja ræddi um netöryggi og fræðslufundinn í Samfélaginu á Rás 1, mánudaginn 16. maí 2022.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
19. des. 2024
Dagatal Landsbankans 2025 - Vatnið
Dagatal Landsbankans fyrir árið 2025 er tileinkað vatninu og ólíku hlutverki þess í lífi okkar allra. Vatnslitamyndir eftir myndlistamanninn Stefán „Mottuna“ Óla Baldursson prýða dagatalið í ár.
19. des. 2024
Afgreiðslutími um jól og áramót
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum og á nýársdag. Á gamlársdag er opið til kl. 12 sem þýðir að útibú sem alla jafna opna eftir kl. 12 eru lokuð á gamlársdag. Að öðru leyti er opið samkvæmt hefðbundnum afgreiðslutíma. Appið og netbankinn eru að sjálfsögðu aðgengileg hvar og hvenær sem er.
Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.
6. des. 2024
Forseti Íslands ræddi um mikilvægi menntunar á fundi Háskólasjóðs Eimskipafélagsins
Í ávarpi sínu á hátíðarfundi Háskólasjóðs Eimskipafélags Íslands minnti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, á mikilvægi háskólamenntunar, nýsköpunar og rannsókna. Á fundinum kynntu þrír styrkhafar úr sjóðnum doktorsverkefni.
Kona með hund
4. des. 2024
Ráðstöfun viðbótarlífeyrissparnaðar inn á íbúðalán endurnýjast sjálfkrafa
Við vekjum athygli á að þau sem eru með virka ráðstöfun á viðbótarlífeyrissparnaði inn á höfuðstól íbúðalána þurfa ekki að sækja sérstaklega um áframhaldandi nýtingu úrræðisins, heldur mun það endurnýjast sjálfkrafa um áramótin.
3. des. 2024
Helgi Áss Íslandsmeistari eftir sigur á Friðriksmóti Landsbankans
Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson kom, sá og sigraði á Friðriksmóti Landsbankans, Íslandsmótinu í hraðskák, sem fram fór 1. desember í Landsbankanum í Reykjarstræti.
29. nóv. 2024
Ljósin á Hamborgartrénu tendruð laugardaginn 30. nóvember
Ljósin verða tendruð á Hamborgartrénu 30. nóvember kl. 17.00 við hátíðlega athöfn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur jólalög við jólatréð.
Austurbakki
22. nóv. 2024
Breytingar á viðmiðum vegna nýrra íbúðalána
Landsbankinn gerir breytingar á hámarkslánstíma nýrra verðtryggðra íbúðalána og veðhlutföllum sem gilda um verðtryggð og óverðtryggð íbúðalán.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur