Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um Lands­bank­ans

Við vekjum athygli á breytingum á almennum viðskiptaskilmálum bankans. Almennir viðskiptaskilmálar gilda í viðskiptum milli bankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, sérstakra skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu.
30. september 2021 - Landsbankinn

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. október 2021 gagnvart nýjum viðskiptavinum. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 30. nóvember 2021 en nýju skilmálarnir frá og með 1. desember 2021.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Helstu efnisbreytingar á almennu viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  • Ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga eru uppfærð (grein 2.1).
  • Sett er nýtt ákvæði um hljóðritun símtala og varðveislu rafrænna samskipta (grein 2.1).
  • Tekið er inn ákvæði um að bankinn geti fellt einhliða úr gildi umboð ef hann telur að hætta sé á misferli, svikum, peningaþvætti eða sambærilegu, og að umboð falli sjálfkrafa niður við andlát, niðurfellingu forsjár eða sviptingu fjárræðis viðskiptavinar eða umboðsmanns (grein 2.7).
  • Veitt er útskýring á því hvað felst í sannvottun (aðferð við auðkenningu) og persónubundnum öryggisskilríkjum (t.d. PIN), sbr. ný lög um greiðsluþjónustu nr. 114/2021 (grein 3.1).
  • Einskiptis auðkenningarnúmeri/kóða er bætt við sem dæmi um persónubundin öryggisskilríki (grein 3.1).
  • Sett eru ný ákvæði um varúðarskyldu og ábyrgð viðskiptavinar gagnvart fölskum skilaboðum, auk leiðbeininga þar að lútandi (greinar 2.9, 3.1 og 5.4).
  • Ákvæði um netbanka fyrirtækja eru uppfærð (grein 3.2).
  • Veitt er útskýring á því að bankinn notar mismunandi heiti yfir greiðslureikninga og að það fari eftir eðli hvers reiknings hvort um sé að ræða greiðslureikning í skilningi laga um greiðsluþjónustu (grein 4.1).
  • Ákvæði um greiðsluþjónustu eru uppfærð til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (grein 4.3).
  • Tímasetningar fyrir viðtöku og framkvæmd greiðslufyrirmæla eru uppfærðar til samræmis við framkvæmd (m.a. millibankakerfi Seðlabanka Íslands og SEPA) og lög um greiðsluþjónustu (grein 4.3).
  • Tekið er fram að ef notandi greiðsluþjónustu bankans er ekki neytandi skuli tiltekin ákvæði nýrra laga um greiðsluþjónustu ekki gilda um þjónustuna (grein 4.3).
  • Ákvæði um vaxtabreytingar á innlánsreikningum er fært til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (grein 4.6).
  • Ákvæði um greiðslukort eru færð til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (kafli 5).
  • Tekið er fram til skýringar að um greiðslukort gildi jafnframt alþjóðlegir skilmálar viðkomandi kortafyrirtækja (t.d. VISA eða MasterCard) sem birtir eru á vefsvæði þeirra (grein 5.1).
  • Settur er sérstakur kafli (6. kafli) um ábyrgð vegna greiðsluþjónustu til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu.
  • Tekið er inn ákvæði um að bankinn geti lokað reikningi og öðrum þjónustuþáttum eða slitið viðskiptasambandi m.a. á þeim grundvelli að viðskiptasambandið samrýmist ekki áhættustefnu bankans (greinar 4.9 og 7).

 Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinir hafa rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. desember 2021 ef þeir vilja ekki samþykkja breytingarnar sem gerðar eru með nýju útgáfunni. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. desember 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur