Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Það tekur aðeins örstutta stund að stofna aðgang með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu. Í kjölfarið getur þú skoðað og valið þá þjónustu sem hentar hverju sinni, eins og reikninga, kort, lán og ýmislegt fleira. Landsbankaappið er einfalt í notkun, það er öruggt, í stöðugri þróun og býður upp á ýmsa möguleika sem ekki eru í boði annars staðar.
Í appinu er hægt að gera ýmislegt þótt þú sért ekki með reikning hjá bankanum. Maki þinn getur t.d. gefið þér leyfi til að fylgjast með stöðunni á sínum reikningum hjá okkur. Þú getur líka notað Landsbankaappið til að millifæra af reikningnum þínum í öðrum bönkum – það eru nefnilega allir bankar í Landsbankaappinu. Við minnum líka á að það tekur enga stund að koma í viðskipti við Landsbankann!