Landsbankinn breytir vöxtum - fastir íbúðalánavextir óbreyttir
Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,20 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,20 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 0,25 prósentustig.
Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um 0,20 prósentustig, vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir.
Ofangreind vaxtaákvörðun Landsbankans er tekin í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabanka Íslands frá 25. ágúst sl. en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 0,25 prósentustig. Vaxtabreytingarnar taka einnig mið af ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans.
Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 1. september 2021. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.









