Úthlutun úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans
Gleðigöngupotturinn er einkar veglegur í ár, eða þrjár milljónir króna, og því útlit fyrir að ásýnd Gleðigöngunnar verði hin glæsilegasta. Vegna samkomutakmarkanna sumarið 2020 var 1,5 milljóna króna framlagi Landsbankans ekki úthlutað og bættist sú upphæð við pottinn í ár.
Eftirtalin félög og atriði hlutu styrki úr Gleðigöngupottinum 2021:
- Bangsafélagið - 175.000 kr.
- BDSM á Íslandi - 150.000 kr.
- Félag hinsegin foreldra - 50.000 kr.
- Hinsegin félagsmiðstöð - 450.000 kr.
- Hinsegin kórinn - 225.000 kr.
- Hinsegin Ladies Night - 150.000 kr.
- HIV Ísland - 150.000 kr.
- Hópur tví- og pankynhneigðra - 50.000 kr.
- Minningaratriði um fallna ástvini - 100.000 kr.
- Samtökin ’78 - 150.000 kr.
- Starína og félagar: Allir geta verið prinsessur! - 300.000 kr.
- Trans Ísland - 350.000 kr.
Í tilefni þess að Gleðigangan er gengin í tuttugasta sinn var að auki ákveðið að veita Páli Óskari Hjálmtýssyni 500.000 króna hvatningarstyrk til áframhaldandi góðra verka og með kæru þakklæti fyrir hans mikilvæga framlag til Gleðigöngunnar.
Alls nema styrkir til ofangreindra verkefna 2,8 milljónum króna en 200.000 krónum verður varið í að veita hvatningarverðlaun í lok Hinsegin daga. Hvatningarverðlaun eru veitt einstaklingi eða hópi sem ekki hlaut styrk úr Gleðigöngupottinum en tókst með eftirtektarverðum hætti að vekja athygli á boðskap sínum í Gleðigöngunni.
Úthlutunarnefnd í ár skipuðu þau Ásgeir Helgi Magnússon, formaður Hinsegin daga, Anna Eir Guðfinnudóttir, göngustýra gleðigöngu Hinsegin daga, Margrét Erla Maack, fjölmiðla- og fjöllistakona og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, viðburðastjóri.
Landsbankinn hefur verið stoltur bakhjarl Hinsegin daga frá upphafi.