Landsbankinn aðili að viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þann 25. september 2020. Forsætisráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtök lífeyrissjóða (LL) unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.
Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar
Áhersla á samfélagsábyrgð
Landsbankinn leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð í störfum sínum og fléttar efnahags-, samfélags- og umhverfismálum saman við starfshætti bankans. Stefna bankans í samfélagsábyrgð miðar að því að stuðla að sjálfbærni í íslensku samfélagi, vera hreyfiafl og starfa eftir ábyrgum stjórnarháttum í rekstri bankans. Bankinn hefur m.a. sett sér stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar og er hún sett með hliðsjón af reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Þá styður bankinn við þrjú af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna; markmið 5 um jafnrétti kynjanna, markmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt og markmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, og svo mætti áfram telja.