Landsbankinn breytir vöxtum
Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig og fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 mánaða lækka um 0,15 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,15 prósentustig og breytilegir vextir á öðrum óverðtryggðum útlánum, s.s. yfirdráttarlánum og bíla- og tækjalánum, lækka um allt að 0,25 prósentustig.
Breytilegir vextir óverðtryggðra innlána standa ýmist í stað eða lækka um allt að 0,20 prósentustig en fastir vextir innlána lækka um 0,15-0,25 prósentustig.
Vextir verðtryggðra innlána og útlána haldast óbreyttir.
Nánari upplýsingar koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 13. febrúar 2020.