Fréttir

Arð­greiðsl­ur Lands­bank­ans árið 2018 verða sam­tals 24,8 millj­arð­ar króna

Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag, 21. mars, að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar er um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
21. mars 2018

Aðalfundurinn fór fram í útibúi Landsbankans í Austurstræti 11. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Í tengslum við fundinn var samfélagsskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017 gefin út. Ársskýrsla Landsbankans fyrir árið 2017 kom út samhliða ársuppgjöri þann 15. febrúar sl.

Skýrsla stjórnar

Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, sagði í ræðu sinni á aðalfundi að Landsbankinn hefði notið vaxandi meðbyrs á árinu 2017. Það væri í senn mikilvægt og ánægjulegt að kannanir sýndu að traust til bankans hefði aukist og aukna ánægju viðskiptavina með þjónustu hans. Bankanum hefði tekist að halda kostnaði í skefjum og rekstur bankans á árinu 2017 hefði verið í samræmi við áætlanir. Arðsemi eiginfjár eftir skatta hefði þó verið undir langtímamarkmiði og því ljóst að bankinn þyrfti að bæta grunnreksturinn enn frekar. Á árinu 2018 yrði megináhersla lögð á þróun og nýjungar á sviði stafrænnar þjónustu.

Helga Björk sagði að góður rekstur bankans og traustur efnahagur hefði gert honum kleift að greiða út verulegan arð til hluthafa. Miðað við framlagða arðgreiðslutillögu sem fundurinn samþykkti mun bankinn hafa greitt alls um 132 milljarða króna í arð á tímabilinu 2013-2018. Nánast allar arðgreiðslurnar renna í ríkissjóð sem á 98,2% hlutafjár í bankanum.

Helga Björk ræddi einnig um sérstaka skatta sem lagðir eru á stóru bankana þrjá og hvernig skattheimtan skekkti samkeppnisstöðu þeirra, m.a. gagnvart erlendum bönkum.

Helga Björk sagði að einn liður í að bregðast við vaxandi samkeppni, örum breytingum á bankaþjónustu og vaxandi kröfum um hagræðingu í rekstri, væri að sameina alla miðlæga starfsemi bankans í nýjum húsakynnum. Við Austurhöfn í Reykjavík myndi bankinn reisa hagkvæmt hús sem mætir þörfum nútímafjármálafyrirtækis og auðveldar samvinnu milli ólíkra deilda bankans.

Skýrsla stjórnar

Uppgjör Landsbankans 2017

Á aðalfundinum kynnti Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, uppgjör bankans fyrir árið 2017. Hún sagði að margt hefði gengið bankanum í vil á árinu. Markaðshlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði og á einstaklingsmarkaði hefði til að mynda haldið áfram að aukast og hefði bankinn nú verið með hæstu markaðshlutdeild á einstaklingsmarkaði fjögur ár í röð. Landsbankinn legði mikla áherslu á að veita góða þjónustu og samkeppnishæf kjör og því væri afar ánægjulegt að fleiri einstaklingar og fyrirtæki velji að eiga viðskipti við bankann.

Lilja sagði að rekstrarniðurstaða ársins 2017 hefði verið afar góð en hagnaður bankans nam 19,8 milljörðum króna eftir skatta, miðað við 16,6 milljarða króna árið 2016. Arðsemi eigin fjár nam 8,2% og eiginfjárhlutfallið var 26,7%. Kostnaðarhlutfall bankans nam 46,1% og lækkaði á milli ára. Markmið bankans væri að viðhalda a.m.k. 10% arðsemi eigin fjár, kostnaðarhlutfalli undir 45% og a.m.k. 23% eiginfjárhlutfalli. Lilja sagði að lægri rekstrarkostnaður myndi skila ávinningi fyrir bæði viðskiptavini og eigendur. Þá stefndi bankinn að því að auka enn frekar hagkvæmni í fjármagnsskipan sinni, m.a. með áframhaldandi reglulegum og sérstökum arðgreiðslum til hluthafa. Bankinn myndi ekki ná öllum arðsemismarkmiðum sínum á árinum 2018 en stefnt sé að því að ná þeim á árinu 2020.

Lilja sagði að Landsbankinn hefði náð góðum árangri á ýmsum sviðum á árinu 2017. Lánshæfiseinkunn bankans hefði verið hækkuð í BBB+ með stöðugum horfum. Þá hefði bankinn látið til sín taka á vettvangi netöryggis og samfélagsábyrgðar fyrirtækja en bankinn átti ríkan þátt í stofnun nýrra samtaka um ábyrgar fjárfestingar, IcelandSIF. Eitt stærsta rekstrarverkefni ársins, innleiðing á nýju innlána- og greiðslukerfi, hefði gengið vel og bankinn gæti því byggt framþróun og breytingar á stafrænni þjónustu á traustum grunni. Landsbankinn ætli sér að bæta og efla stafræna þjónustu og treysta um leið persónuleg langtímasambönd við einstaklinga og fyrirtæki.

Á fundinum ræddi Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, um breytingar á fjármögnun bankans á árinu 2017. Bankinn hefði í auknum mæli nýtt sér hagstæð kjör sem honum standa til boða á erlendum lánsfjármörkuðum og þannig lokið á árinu 2017 endurfjármögnun skuldar bankans við forvera sinn, gamla Landsbanka Íslands hf. Hreiðar benti á að á aðeins rúmlega tveimur árum, frá október 2015 til nóvember 2017, hefði vaxtaálag á skuldabréfaútgáfu Landsbankans í evrum lækkað úr 295 punktum ofan á millibankavexti í 85 punkta.

Kynning á ársuppgjöri 2017

Arðgreiðslur ársins 2018 nemi 24,8 milljörðum króna

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2017 sem nemur 0,65 krónu á hlut, eða samtals 15.366 milljónum króna. Gjalddagi greiðslunnar er 28. mars 2018. Einnig var samþykkt tillaga bankaráðs um sérstaka arðgreiðslu til hluthafa sem nemur 0,40 krónu á hlut, eða 9.456 milljónum króna. Gjalddagi sérstöku arðgreiðslunnar skal vera 19. september 2018.

Arðgreiðslurnar eru í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans en þar er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs og að einnig skuli stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Helga Björk Eiríksdóttir (formaður)
  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Samúel Guðmundsson
  • Sigríður Benediktsdóttir

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Guðrún Ó. Blöndal
  • Þorvaldur Jacobsen

Aðalfundur samþykkti óbreytta starfskjarastefnu fyrir Landsbankann en í stefnunni er m.a. kveðið á um að launakjör starfsmanna bankans séu samkeppnishæf en ekki leiðandi. Á fundinum var samþykkt um 5% hækkun á þóknun til bankaráðsmanna.

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur