360° ráðgjöf

Maður við tölvu

Það er gott að vita hvar mað­ur stend­ur

Hvað er 360° ráðgjöf?

Með 360° ráðgjöf förum við yfir þína stöðu í fjármálum og aðstoðum við að finna leiðina að þínum markmiðum.

Við tökum saman þínar niðurstöður fyrir ráðgjöfina. Nú eða jafnvel ykkar fjölskyldunnar ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða. Þú getur alltaf fengið ráðgjöf í gegnum símann þegar þér hentar. Við tökum líka á móti þér í útibúum okkar en mælum með að þú pantir tíma til að komast hjá óþarfa bið.

Fjölskylda í sumarbústað

Byggjum upp sparnaðinn þinn

Sparnaður kemur sér alltaf vel. Að setja sér markmið í sparnaði getur verið hluti af því að undirbúa framtíðina, tímamótin, viðgerðirnar eða húsnæðiskaupin.

Við erum alltaf til staðar til að fara yfir þær sparnaðarleiðir sem eru í boði.

Fjölskylda

Getum við boðið þér hagstæðara lán?

Það er gott að fara reglulega yfir lánamálin og þekkja stöðu lánanna, kostnað vegna þeirra, lánakjörin og hvernig gengur að greiða lánin niður.

Minniháttar breytingar á vöxtum og lánstíma íbúðaláns geta haft mikil áhrif á kostnað lánsins og mánaðarlega greiðslubyrði.

Maður við tölvu
Er endurfjármögnun skynsamlegur kostur fyrir mig?

Margir geta haft hag af því að endurfjármagna lánin en ýmislegt þarf að hafa í huga þegar endurfjármögnun er skoðuð.

Hvernig er hægt að ávaxta sparnað í verðbólgu?

Þegar verðbólga er há getur verið snúið að ávaxta sparnað til skemmri tíma. Ef ávaxta á sparnaðinn til lengri tíma eru fleiri möguleikar í stöðunni.

Fólk að ganga í náttúru
Lífið eftir vinnu

Mikilvægt er að huga tímanlega að lífeyrismálum, því lífeyrir hefur mikil áhrif á það svigrúm sem fólk hefur til að njóta lífsins eftir starfslok og gefur svigrúm til að hætta fyrr að vinna.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Fjölskylda úti í náttúru
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur