Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 23 að nafnvirði 1.240 m.kr. á kröfunni 2,46% (0,40% álag á ríki) og í flokknum LBANK CB 25 að nafnvirði 1.860 m.kr. á kröfunni 3,24% (0,48% álag á ríki) í útboði 9. mars.
Íslandsbanki seldi bréf í flokknum ISLA CB 27 að nafnvirði 620 m.kr. á kröfunni 2,91% (0,49% álag á ríki) í útboði 22. mars. Seld voru bréf í eigu bankans, en bankinn gaf út bréf í þessum flokki upp á 33 ma.kr. til eigin nota í febrúar.
Arion banki hélt ekki útboð í mars.
Velta á markaðnum var einungis 10,5 ma.kr. í mars í samanburði við 25,6 ma.kr. í febrúar.