Vikan framundan
- Á þriðjudag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan fjármálareikninga (bráðabirgðatölur) fyrir 2007-2017.
- Á föstudag er seinasti verðsöfnunardagur fyrir vísitölu neysluverðs hjá Hagstofunni.
Mynd vikunnar
Aukning á debet- og kreditkortaveltu milli ára fór vaxandi frá seinni helmingi ársins 2013 og fram á mitt ár 2017. Frá þeim tíma hefur hægst á aukningunni og útlit er fyrir að veltan innanlands muni dragast saman milli ára á þriðja ársfjórðungi í ár. Það yrði í fyrsta sinn í tæp 5 ár sem slíkt gerðist en ekki hefur verið samdráttur milli ára frá því á fyrsta ársfjórðungi 2013. Þá dróst veltan innanlands saman um 5%. Þrátt fyrir samdrátt í veltu innanlands er útlit fyrir að heildarveltan innan- og utanlands haldi áfram að aukast á þriðja ársfjórðungi þó einnig hafi verulega hægt á vexti hennar.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd tilkynnti um óbreytta vexti, eins og við höfðum spáð.
- Landsbankinn og Íslandsbanki héldu víxlaútboð og Arion banki hélt útboð sértryggðra skuldabréfa.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur fyrir vöruviðskipti í september.
- Þjóðskrá birti tölur um fasteignamarkaðinn í september á höfuðborgarsvæðinu.
- Seðlabankinn gaf út ritið Economy of Iceland 2018.
- Seðlabankinn gaf út tölur um raungengi og krónu- og gjaldeyrismarkað í ágúst.
- Arion banki birti afkomuviðvörun.
- OR gaf út fjárhagsspá samstæðu OR.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 8. október 2018 (PDF)