Vikan framundan
- Á morgun heldur Skeljungur aðalfund.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan marsmælingu vísitölu neysluverðs og við búumst við 0,5% hækkun milli mánaða.
- Á fimmtudag er aðalfundur og útgáfa ársskýrslu Seðlabanka Íslands. Eimskip heldur aðalfund.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn ársfjórðungslega hagvísa sína. HB Grandi heldur aðalfund.
Mynd vikunnar
Samkvæmt könnun Ferðamálastofu námu meðalútgjöld erlendra ferðamanna vegna Íslandsferða um 209 þúsund krónur í fyrra. Meðalútgjöld að sumri (239 þús. kr.) voru hærri en að vetri (177 þús. kr.). Íbúar Sviss eyddu mest (324 þús. kr.) að meðaltali en íbúar Póllands minnst (107 þús. kr.). Að meðaltali eyddu erlendir gestir um 54 þús. kr. (26% af heildarútgjöldum) í pakkaferðir, 39 þús. kr. (19% af heildarútgjöldum) í flug til og frá landinu og 35 þús. kr. (17% af heildarútgjöldum) í gistingu.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd hélt vöxtum bankans óbreyttum, í samræmi við væntingar greiningaraðila.
- Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði óvænt um 1,0% milli mánaða í febrúar.
- Leiguverð hækkaði um 0,5% milli mánaða.
- Ferðmálastofa birti mánaðalegt yfirlit sitt yfir ferðaþjónustuna í tölum.
- S&P breytti horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar.
- Hagstofan birti tölur um veltu í virðisaukaskyldri starfsemi í desember í fyrra.
- Bretland er enn stærsti markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir.
- Langtímabreytingar á vinnumarkaðnum eru nokkuð miklar.
- Garðabær og Landsbréf birtu ársreikninga.
- Arion banki, Íslandsbanki, Síminn, Sýn, VÍS og Festi héldu aðalfundi.
- Landsmönnum fjölgaði um 2,4% milli ára.
- Heimavellir óskuðu eftir að vera tekin úr viðskiptum í kauphöllinni.
- Lánasjóður sveitarfélag lauk skuldabréfaútboði, Kvika lauk víxlaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.