Vikan framundan
- Á fimmtudaginn birtir Hagstofan mánaðarleg gögn um vinnumarkaðinn.
- Á föstudaginn birtir Hagstofan upplýsingar um nýskráningu félaga í júlí.
Mynd vikunnar
Verðbólga í júní 2022 mældist 8,8%. Árshækkun launavísitölunnar var 8,1% þannig að kaupmáttur launa minnkaði um 0,9% milli júnímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur í júní var 2,9% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Kaupmáttur hefur ekki verið lægri síðan í desember 2020.
Efnahagsmál
Erlendar gistinætur nærri fjórfölduðust milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Fjármálamarkaðir
Arion banki, Festi, Íslandsbanki og Marel birtu ársfjórðungsuppgjör fyrir annan ársfjórðung.
Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla.