Vikan framundan
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs, við spáum +0,6% milli mánaða.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn hagvísa.
Mynd vikunnar
Verð á hinum ýmsu kjöttegundum hefur þróast með mismunandi hætti síðustu ár. Þannig hefur verð á nautakjöti hækkað meiri en verð annarra kjöttegunda, meðan fuglakjöt hefur hækkað mun minna. Þessu tengt hefur t.d. lambakjötsframleiðsla hér á landi breyst frekar lítið frá 2002 (6.427 tonn) til 2017 (6.976 tonn) á meðan framleiðsla á alifuglakjöti hefur meira en tvöfaldast, þ.e. úr 4.311 tonnum árið 2002 í 9.530 tonn 2017.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd hélt stýrivöxtum óbreyttum.
- Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 30% yfir meðaltali ESB ríkjanna í fyrra.
- Hagstofan birti fjármál hins opinbera á 3. ársf. og endurskoðun fyrir 2017.
- Seðlabankinn birti tölur um veltu greiðslukorta í nóvember.
- Íbúðalánasjóður stofnaði leigufélag utan um fasteignir sjóðsins.
- Landsbankinn lauk skuldabréfaútboði, Heimavellir luku skuldabréfaútboði, Lykill fjármögnun lauk víxlaútboði og Kvika hélt víxlaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 17. desember 2018 (PDF)