Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Seðlabankinn birtir tölur um greiðslumiðlun.
- Á miðvikudag birtir Þjóðskrá vísitölu leiguverðs.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá.
Mynd vikunnar
Veruleg truflun hefur orðið á flutningi með gámum vegna heimsfaraldursins. Bandarískir neytendur hafa verið mjög virkir við að kaupa vörur framleiddar í verksmiðjum í Asíu á sama tíma og faraldurinn hefur valdið því að verr hefur gengið að skipa upp og dreifa gámum fullum af þessum varningi. Gámar hafa verið að safnast upp í höfnum á Bandaríkjunum á meðan það er skortur á gámum í Asíu. Þetta hefur valdið því að flutningskostnaður með gámum hefur rokið upp síðustu mánuði með tilheyrandi þrýstingi á vöruverð um heim allan.
Það helsta frá síðustu viku
- Við spáum 4,3% verðbólgu í mars.
- Atvinnuleysi minnkaði lítillega milli mánaða í febrúar.
- Einkaneyslan á síðasta ári var meiri en spáð var.
- Ferðamálastofa birti talningu á fjöldi ferðamanna um Leifsstöð í febrúar.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir febrúar.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Hagstofan birti fjármál hins opinbera á síðasta ári og tilraunatölfræði um gistinætur á hótelum í febrúar.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Lánasjóður sveitarfélaga og Orkuveita Reykjavíkur birtu ársreikninga.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lykill fjármögnun gaf út víxlaflokk og Félagsbústaðir luku skuldabréfaútboði.