Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn gögn um greiðslukortaveltu í febrúar og Þjóðskrá birtir vísitölu íbúðaverðs.
- Á miðvikudag birtir fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans yfirlýsingu.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna marsmælingu vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana þriðjudaginn 29. mars.
Mynd vikunnar
Bein áhrif stríðsins á íslenskan efnahag verða léttvæg. Það skýrist af því að hlutfall útflutnings til Rússlands og Úkraínu er ekki nema 1,6% af heildarútflutningi frá landinu. Innflutningur frá þessum löndum vegur ekki nema 0,5% af heildarinnflutningi hér á landi. Óbein áhrif af stríðinu verða hins vegar að öllum líkindum mun meiri. Þau eru þegar byrjuð að koma fram í hærra eldsneytisverði hér á landi vegna mikillar hækkunar á heimsmarkaðsverði olíu. Sú hækkun mun ekki einungis valda beinni hækkun á verðbólgu í heiminum í gegnum hærra eldsneytisverð heldur einnig hækka flutningskostnað sem mun leggjast beint ofan á vöruverð.
Efnahagsmál
- 76 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Brottfarir mælast nú álíka margar í febrúar árið 2015.
- Icelandair flutti fimmfalt fleiri ferðamenn í febrúar í ár en í fyrra samkvæmt flutningstölum sem birtust í síðustu viku.
- Gistinætur á hótelum voru 295.100 í febrúar samkvæmt gögnum Hagstofunnar.
- Skráð atvinnuleysi var 5,2% í febrúar og var óbreytt frá janúar.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi í febrúar.
Fjármálamarkaðir
- Síldarvinnslan birti ársuppgjör.