Viku­byrj­un 13. maí 2024

Samhliða því sem vextir hafa hækkað hafa innlán heimilanna aukist verulega. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum til heimila sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld.
Peningaseðlar
13. maí 2024

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Amaroq uppgjör.
  • Á miðvikudag birta Reitir uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Seðlabanki greiðslukortaveltu í apríl og Iceland Seafood birtir uppgjör.
  • Í vikunni fara fram verðmælingar vegna maímælingu vísitölu neysluverðs.

Mynd vikunnar

Eftir því sem vextir hafa hækkað hefur hvati til sparnaðar aukist sem endurspeglast í auknum innlánum heimilanna og þar með auknum vaxtatekjum þeirra. Ef vextir hefðu ekki hækkað má reikna með því að þessu fé hefði líklega verið varið í neyslu með tilsvarandi þrýstingi á hagkerfið. Þessi áhrif eru þannig hluti af virkni peningastefnunnar, þ.e. eftir því sem vextir hækka verður minni hvati til neyslu og meiri hvati til sparnaðar. Þetta hefur skilað sér í stórauknum vaxtatekjum heimilanna sem eru nú orðnar meiri en vaxtagjöld. Á næstunni kemur til vaxtaendurskoðunar á stórum hluta lána sem eru á föstum vöxtum og er því ekki ólíklegt að vaxtagjöld heimilanna aukist á næstunni umfram vaxtatekjur.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (SÍ) ákvað að halda vöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar, en við höfðum spáð óbreyttum vöxtum. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur fram að hún telur auknar líkur á að núverandi aðhaldsstig sé hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Þetta gefur til kynna forsendur séu til staðar til þess að lækka vexti þegar verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna. Þessi setning var ekki í síðustu yfirlýsingu nefndarinnar og teljum við þetta merki um ögn mildari tón. Við eigum von á nær óbreyttri verðbólgu yfir sumarmánuðina og gerum því ekki ráð fyrir fyrstu vaxtalækkuninni fyrr en í október.
  • Samhliða vaxtaákvörðuninni birti SÍ Peningamál með nýrri hagspá. Verðbólguspá SÍ fyrir árið í ár er mjög svipuð okkar spá. Við spáum bæði 6,0% verðbólgu á öðrum ársfjórðungi og 5,8% á þriðja fjórðungi. Það er smávægilegur munur á spám okkar fyrir lokafjórðung ársins þar sem Seðlabankinn spáir 5,3% verðbólgu en við spáum 5,5%. Hagvaxtarspá Seðlabankans er svipuð okkar spá, þó að samsetning hagvaxtar sé ólík. Seðlabankinn spáir 1,1% hagvexti í ár og 2,3% 2025 meðan við spáum 0,9% í ár og 2,2% 2025.
  • Í apríl voru brottfarir erlendra farþega um Leifsstöð 137 þúsund, sem er um 5 þúsund færri en í apríl í fyrra. Þrátt fyrir að brottfarir í apríl væru aðeins færri en í fyrra eru heildarbrottfarir á fyrstu fjórum mánuðum ársins tæplega 6% fleiri en í fyrra.
  • Skráð atvinnuleysi var 3,6% í apríl sem er 0,3 prósentustigum meira en í apríl í fyrra. Atvinnuleysi lækkaði aðeins á milli mánaða, eða úr 3,8%. Lækkunin á milli mánaða skýrist af árstíðarbundinni breytingu, en atvinnuleysi er að jafnaði lægst yfir sumarmánuðina.
  • S&P staðfesti A+ lánshæfismat ríkissjóðs með stöðugum horfum.
  • Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum í 5,25%. Tveir nefndarmenn peningastefnunefndar af níu greiddu atkvæði gegn því að halda vöxtum óbreytum og vildu hefja vaxtalækkunarferlið strax.
  • Eimskip, Marel (fjárfestakynning), Nova, Sýn og Reginn birtu uppgjör. Arion banki ákvað áframhald endurkaupaáætlunar, Icelandair og Play birtu flutningstölur.
  • Reitir héldu skuldabréfaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 13. maí 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Frosnir ávextir og grænmeti
13. júní 2024
Spáum rétt tæplega 6% verðbólgu í sumar
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,47% á milli mánaða í júní og að verðbólga lækki í 5,8%. Samkvæmt spánni verða hækkanirnar nokkuð almennar, líkt og í síðasta mánuði. Við spáum nokkuð óbreyttri verðbólgu næstu mánuði.
Ferðafólk
11. júní 2024
Fleiri ferðamenn en minni verðmæti
Á fyrstu fimm mánuðum ársins komu 3,9% fleiri erlendir ferðamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra. Á móti hefur skráðum gistinóttum fækkað um hálft prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins frá sama tímabili í fyrra og að sama skapi hefur kortavelta erlendra ferðamanna á föstu gengi dregist saman um tæplega 2% á milli ára.
Seðlabanki Íslands
10. júní 2024
Vikubyrjun 10. júní 2024
Evrópski seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku. Vinnumarkaðstölur frá Bandaríkjunum voru sterkari en almennt var búist við sem eykur líkurnar á að vaxtalækkunarferli seðlabankans þar í landi seinki.
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur