Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í mars og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi í mars.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun fyrir mars.
- Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna aprílgildis vísitölu neysluverðs.
Mynd vikunnar
Í síðustu viku birti AGS spá um þróun heimshagkerfisins næstu ár. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að heimshagkerfið hafi dregist saman um 3,3% í fyrra en stækki um 6,0% í ár. Sjóðurinn hækkaði spá sína um hagvöxt í Bretlandi og Bandaríkjunum í ár. Hins vegar gerði sjóðurinn óverulega breytingu á spá sinni um hagvöxt á evrusvæðinu. Þetta endurspeglar bæði að bólusetningar hafa gengið mun hraðar fyrir sig í þeim tveimur löndum en á evrusvæðinu og mótvægisaðgerðir hafa gengið betur.
Það helsta frá síðustu viku
- Samkvæmt væntingarvísitölu Gallup hefur bjartsýni aukist meðal landsmanna.
- Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi.
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar 24. mars.
- Seðlabankinn birti ársskýrslu 2020 ásamt ávarpi formanns bankaráðs, ávarpi forsætisráðherra og ræðu seðlabankastjóra frá ársfundi bankans.
- Evrópska ferðamálaráðið birti niðurstöður úr könnun um ferðaáform helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur og tölfræði um laus störf á 1. ársfj.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi og veltutölur á gjaldeyrismarkaði fyrir mars.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir mars.
- Sýn undirritaði samning um sölu og endurleigu á hluta af farsímainnviðum félagsins.
- Orkuveita Reykjavíkur lauk útboði grænna skuldabréfa og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.