Vikubyrjun 10. janúar 2022
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í desember.
- Á miðvikudag birta Hagar árshlutauppgjör.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um kortaveltu í desember.
- Í vikunni fara fram verðmælingar vegna janúarmælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana föstudaginn 28. janúar.
Mynd vikunnar
Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%. Á þessu tímabili hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 8,0% þannig að nokkuð vantar upp á að leiguverð hafi náð að fylgja eftir almennu verðlag. Sjá nánar í Hagsjá: Verðstöðugleiki á leigumarkaði.
Efnahagsmál
- Ferðamálastofa birti greiningu á fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti ársskýrslu um fyrirtæki í eigu ríkisins.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í desember og tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur.
- Seðlabankinn birti veltutölur um millibankamarkað með gjaldeyri og krónur og útreikning á raungengi.
- Engin tilkynning um hópuppsögn barst Vinnumálastofnun í desember.
Fjármálamarkaðir
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa og Kvika banki lauk skuldabréfaútboði.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir desember.
- Arion banki birti útgáfuáætlun fyrir 2022.
- Krónan veiktist lítillega í desember.
- Við birtum mánaðarlegt yfirlit yfir sértryggð skuldabréf fyrir desember.