Það er erfitt að spá fyr­ir um þró­un íbúða­verðs

Það hefur reynst okkur í Hagfræðideild Landsbankans, eins og fleirum, erfitt að spá fyrir um þróun vísitölu íbúðaverðs síðustu mánuði, enda hefur vísitalan sveiflast óvenju mikið milli mánaða.
Hús í Reykjavík
30. október 2023

Vaxtahækkanir hafa kælt fasteignamarkaðinn töluvert, sem sést vel á því að fjöldi kaupsamninga á mánuði hefur dregist saman, íbúðir eru lengur að seljast og hlutfall kaupsamninga þar sem íbúðir eru seldar undir ásettu verði hefur hækkaði. Árshækkun íbúðaverðs minnkaði niður í 2,6% í september eftir að hafa náð hámarki í 25,5% í júlí í fyrra.

Auknar sveiflur torvelda yfirsýn

Undanfarna tvo mánuði hefur vísitala íbúðaverðs á hinn bóginn tekið upp á því að hækka aftur, eftir að hafa lækkað mánuðina þar á undan. Nýbirt vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu fyrir september hækkaði til að mynda um 1,4%, eftir að hafa hækkað um 0,7% í ágúst. Þessar hækkanir komu okkur töluvert á óvart, enda telst 1,4% hækkun á milli mánaða vera töluverð. Miðað við helstu áhrifaþætti á íbúðaverð er erfitt að sjá rökrétta ástæðu fyrir svo mikilli hækkun á vísitölunni. Ein möguleg skýring á auknum sveiflum síðustu mánuði er að það eru færri samningar að baki útreikningi á íbúðaverðsvísitölunni sökum þess að færri eignir eru að seljast. Þekkt er að vísitala fyrir sérbýli sveiflast meira en vísitala fyrir fjölbýli, bæði vegna þess að miklu færri sérbýli ganga kaupum og sölum, en einnig vegna þess að sérbýli eru misjafnari að sniði og verðið á stærra bili en fyrir fjölbýli. Eftir því sem kaupsamningar eru fleiri, því minna sveiflast verðvísitalan og öfugt. Samsetning þeirra kaupsamninga sem eru notaðir við mánaðarlegan útreikning getur því haft nokkur áhrif.

Hafa hlutdeildarlán haft áhrif til hækkunar?

Einnig er vert að velta því upp hvaða áhrif útvíkkun á úrræði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um svokölluð hlutdeildarlán getur haft á vísitölu íbúðaverðs. Fyrstu hlutdeildarlánin voru veitt árið 2020 og voru langflest slík lán veitt árið 2021, 297 talsins. Síðan hefur dregið verulega úr fjölda nýrra hlutdeildarlána vegna þess að íbúðaverð hækkaði töluvert umfram þau skilyrði sem sett voru um lánin. Í júní á þessu ári var hámarksverð íbúða og tekjuviðmið umsækjanda hækkað, auk þess sem úthlutunartímabilum var fjölgað úr 6 í 12. Samkvæmt frétt HMS frá 5. október hafa hlutdeildarlánin tekið við sér eftir útvíkkun á úrræðinu og 102 hlutdeildarlán verið veitt á þessu ári, þar af 65 á þriðja ársfjórðungi, eða í júlí, ágúst og september. Hlutdeildarlánin virðast því ýta undir eftirspurnarþrýsting á fasteignamarkaðnum.

Hlutdeildarlán eru að langmestu leyti veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Fermetraverð á nýjum íbúðum er alla jafna töluvert hærra en á eldri íbúðum. Samkvæmt mánaðarskýrslu HMS fyrir júní var söluverð á fermetra í nýju húsnæði á höfuðborgarsvæðinu 867 þúsund kr., en 716 þúsund kr. fyrir aðrar íbúðir. Þegar kaupsamningum vegna nýrra eigna fjölgar og þeir koma inn í útreikning vísitölunnar í gegnum hlutdeildarlánaúrræðið, á sama tíma og heildarfjöldi kaupsamninga höfuðborgarsvæðinu er að dragast saman, þá hljóta að vakna spurningar um hvort hlutdeildarlánin ýti ekki undir hækkun á vísitölu íbúðaverðs.

Áhrif á þróun stýrivaxta?

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað við síðustu vaxtaákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Meðal þess sem nefndin benti á var að verðbólga hefði á suma mælikvarða hjaðnað og óvissa væri um framvindu efnahagsþróunar næstu mánuði. Í nýrri hagspá okkar til ársins 2026, sem við kynntum fyrir rúmlega viku, spáðum við því að stýrivextir hefðu náð toppi, en myndu haldast háir fram á mitt næsta ár. Það veldur því óneitanlega áhyggjum ef vísitala íbúðaverðs, sem er liður í útreikningi á vísitölu neysluverðs, hækkar enn meira vegna hlutdeildarlánanna.

Greinin birtist fyrst í ViðskiptaMogganum 25. október 2023.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Bílar
30. ágúst 2024
Samdráttur annan ársfjórðunginn í röð
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur