Sýn var hástökkvarinn í nóvember
Sé litið til verðþróunar einstakra félaga á OMX-markaðnum í kauphöllinni hækkaði Sýn mest í nóvember, eða um rúmlega 25%. Næstmesta hækkunin var í Síldarvinnslunni, eða 9,5%, þar á eftir kom Eimskipafélagið með 7,6% hækkun og Brim hækkaði svo um 5,4%. Mesta lækkunin var í VÍS sem lækkaði um 10,6% í mánuðinum. Þar á eftir koma Iceland Seafood með 10,5% lækkun, Icelandair Group með 8,6% lækkun og Origo með 7% lækkun. Alls hækkaði verð 6 félaga í kauphöllinni en verð 13 félaga lækkaði. Verð á einu félagi stóð í stað en það var Reitir fasteignafélag.