Spáum 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta í nóvember
Peningastefnunefnd mun tilkynna um stýrivaxtaákvörðun 17. nóvember næstkomandi. Samfara því mun Seðlabankinn gefa út Peningamál með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá. Við teljum að nefndin ákveði að hækka vexti um 0,25 prósentustig að þessu sinni.
Vextir verða áfram hækkaðir á næstu misserum
Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum er peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fastlega má búast við að vextir bankans verði hækkaðir í skrefum næsta eina og hálfa árið eða svo. Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Spáum 0,25 prósentustiga hækkun stýrivaxta í nóvember