Op­in­ber fjár­fest­ing kem­ur ekki alltaf þótt hún hafi ver­ið áform­uð

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins er jafnan haldið í upphafi árs. Þar kynna opinberir aðilar þær verklegu framkvæmdir sem áformað er að bjóða út á árinu. Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á þinginu og þess að koma þeim í framkvæmd.
Alþingi
5. febrúar 2021 - Hagfræðideild

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins er jafnan haldið í upphafi árs. Þar kynna opinberir aðilar þær verklegu framkvæmdir sem áformað er að bjóða út á árinu. Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar sem koma fram á þinginu og þess að koma þeim í framkvæmd.

Á síðasta útboðsþingi í lok janúar voru kynnt opinber verkefni fyrir um 139 ma.kr. Á þinginu í fyrra voru kynnt verkefni fyrir um 132 ma.kr. þannig að áætlað umfang nú er rúmum 7 mö.kr. meira en í fyrra.

Eftir þingið birtu Samtök iðnaðarins samanburð á þeim áætlunum sem komu fram á þinginu 2020 og því sem framkvæmt var á árinu. Þar kemur í ljós að töluvert var í land með að áætlanir aðila gengju upp. Af tölunum að dæma sést að í kringum 70% áætlana hafi komist til framkvæmda.

Heildarumfang opinberrar fjárfestingar birtist jafnan í þjóðhagsreikningum, bæði birt miðað við ársfjórðunga og heil ár. Á útboðsþingi ársins 2019 voru kynnt áform stærstu aðila upp á um 128 ma.kr. Niðurstaða þjóðhagsreikninga varðandi opinbera fjárfestingu á 2019 var um 108 ma.kr., eða um 80% af áformum. Birt voru áform um opinber verkefni upp á 132 ma.kr. í upphafi ársins 2020. Bráðabirgðaniðurstaða þjóðhagsreikninga fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2020 er um 66 ma.kr., eða innan við helmingur þess sem stefnt var að. Verði niðurstaða 4. ársfjórðungs í samræmi við þá þrjá fyrstu má ætla að opinber fjárfesting verði um 87 ma.kr. á árinu 2020, eða um 65% af áformum.

Niðurstöður síðustu þriggja ára benda til þess að langt sé á milli hugmynda og yfirlýsinga um opinberar fjárfestingar og þess að koma þeim í framkvæmd. Því má segja að ákveðin léttúð tengist umræðu um komandi fjárfestingar opinberra aðila - það ætti að liggja fyrir að oft sé erfitt að koma þeim í framkvæmd, en þess er yfirleitt ekki getið í yfirlýsingum.

Minnkandi opinberar fjárfestingar eru óneitanlega nokkuð úr korti í ljósi þess að opinbert fjárfestingarátak hefur verið margboðað, t.d. í tengslum við endurskoðun fjármálastefnu vorið 2019, í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sl. vetur um aðgerðir vegna veirufaraldursins og í fjáraukalögum stuttu seinna. Allar þessar yfirlýsingar voru gerðar í ljósi þess að almenn atvinnuvegafjárfesting væri í lágmarki og nú væri rétti tíminn fyrir opinbera aðila að láta til sín taka. Fjárfesting ríkissjóðs var um 67 ma.kr. á árinu 2019 og með fjárlögum og fjáraukalögum hafði verið ákveðin aukning upp á 25 ma.kr. frá síðasta ári, eða 37%. Og aftur var boðað fjárfestingarátak í tengslum við fjármálaáætlun sem lögð var fram í þingbyrjun.

Því miður segir sagan að sum áforma um fjárfestingar séu hugsanlega birt full snemma og ekki sé víst að þau komi til framkvæmda. Auðvitað hefur faraldurinn á síðasta ári haft áhrif í þessu sambandi, en ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda um stóraukna opinbera fjárfestingu, ekki síst í innviðum, hafa alls ekki staðist og ekki ólíklegt að stór opinber fjárfestingarbylgja kunni að koma samtímis því sem almenn atvinnuvegafjárfesting tekur við sér.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Opinber fjárfesting kemur ekki alltaf þótt hún hafi verið áformuð

Þú gætir einnig haft áhuga á
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Strönd
14. júní 2024
Óvæntur kraftur í kortaveltu í maí
Kortavelta íslenskra heimila jókst á milli ára í maí, bæði innanlands og erlendis. Síðustu mánuði hefur kortavelta nær alltaf dregist saman á milli ára en eykst nú meira en hún hefur gert frá því í janúar 2023. Þessi aukna kortavelta vekur athygli í þrálátu hávaxtastigi og samdrætti í hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur