Mik­il hækk­un launa­vísi­tölu í sept­em­ber

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli ágúst og september samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,7%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Hækkun launavísitölunnar í september var óvenju mikil miðað við síðustu mánuði og að lítið ætti að vera að gerast í þessum efnum.
Viðhald íbúðahúsnæðis
25. október 2021 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli ágúst og september samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,7%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Hækkun launavísitölunnar í september var óvenju mikil miðað við síðustu mánuði og að lítið ætti að vera að gerast í þessum efnum. Vísitalan hækkar hins vegar jafnan meira í september en mánuðina á undan og eftir. Launavísitalan hefur nú hækkað um samtals 6,4% á fyrstu átta mánuðum ársins.

Í nýrri þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans er spáð það miklum hagvexti í ár að ákvæði lífskjarasamningsins um hagvaxtarauka koma mjög líklega til framkvæmda í maímánuðum, bæði 2022 og 2023, gangi spáin eftir. Samkvæmt gildandi kjarasamningum munu laun hækka þann 1. janúar 2022 og svo líklega aftur þann 1. maí. Kjarasamningar renna almennt út í lok október 2022, en engu að síður verður líklega ein launahækkun eftir á árinu 2023 sem byggir á þeim.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,4% milli septembermánaða 2020 og 2021. Launavísitalan hækkaði um 7,7% á sama tímabili þannig að kaupmáttaraukningin á milli ára var 3,2%. Kaupmáttur launa er því áfram nokkuð stöðugur og mikill í sögulegu samhengi þrátt fyrir töluverða verðbólgu á síðustu mánuðum. Kaupmáttarvísitalan hefur lækkað eilítið frá því í janúar og var kaupmáttur launa í júlí 1% lægri en í janúar, en þá var kaupmáttur í sögulegu hámarki.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli júlímánaða 2020 og 2021 sést að launin á almenna markaðnum hækkuðu um 6,2% á þessum tíma og um 11,8% á þeim opinbera, 9,9% hjá ríkinu og 14,2% hjá sveitarfélögunum.

Opinberi markaðurinn hefur þannig verið leiðandi í launabreytingum á tímabilinu, þrátt fyrir að staða kjarasamningagerðar hafi jafnast. Laun eru almennt lægri á opinbera markaðnum en á þeim almenna og því eðlilegt að laun þar hækki hlutfallslega meira. Á þessu ári hefur  hluti hækkunarinnar á opinbera markaðnum komið til vegna vinnutímastyttingar líkt og gerðist á almenna markaðnum í fyrra. Áhrif styttingar vinnutíma eru hins vegar ekki metin inn í launavísitölu nema þau séu talin ígildi launahækkana.

Frá nóvember 2019 til júní 2021 voru áhrif styttingar vinnuviku talin vera um 0,9 prósentustig á almennum vinnumarkaði, 2,7 prósentustig hjá ríkisstarfsmönnum og 3,0 prósentustig hjá starfsfólki sveitarfélaga.

Lesa Hagsjána í heild:

Hagsjá: Mikil hækkun launavísitölu í september

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
29. ágúst 2024
Verðbólga undir væntingum - lækkar í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. 
Flutningaskip
27. ágúst 2024
Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum þrjá ársfjórðunga í röð
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
Hús í Reykjavík
26. ágúst 2024
Vikubyrjun 26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs. 
Rafbíll í hleðslu
20. ágúst 2024
Ný aðferð hefur skilað lægri verðbólgumælingum
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Neysla heimila meiri en áður var talið 
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Vikubyrjun 19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
Kortagreiðsla
16. ágúst 2024
Kortavelta ferðamanna aldrei meiri – uppfærðar tölur gefa nýja mynd
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
Bananar í verslun
15. ágúst 2024
Spáum að verðbólga standi í stað og verði 6,3% í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Spáum áfram óbreyttum vöxtum 
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð. 
Orlofshús á Íslandi
12. ágúst 2024
Ferðamenn í júlí fleiri en í fyrra 
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur